Karfan þín

Ert þú í 7. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann?
Þá er Unglingahreysti klárlega námskeið fyrir þig!

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þoli og snerpu.

Innifalið í Unglingahreysti:

  • Lokaðir tímar 1 - 2 sinnum í viku
  • Fræðsla um heilbrigt líferni og mataræði
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class. *

* Utan námskeiðs þurfa iðkendur yngri en 13 ára að vera í fylgd forráðamanna, t.d. í tækjasal og opnum tímum.

 

Því miður er ekki hægt að greiða vornámskeið með frístundastyrk þar sem það uppfyllir ekki kröfu bæjarfélaga um lágmarksvikufjölda.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar