Karfan þín

WorldFit | Grunnnámskeið + WorldFit mánuður

Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.

Mikil áhersla er lögð á grunnhreyfingar og rétta líkamsbeitingu. Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira.

Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver. Í kjölfarið virkjast 4 vikna kort í WorldFit .
Sjá nánari upplýsingar með því að smella á “Veldu tímabil” flipann.


1. Til að gerast WorldFit meðlimur skal ljúka upprifjunar- og grunnnámskeiði WorldFit

2. Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.

Nánari upplýsingar: worldfit@worldclass.is

 

 

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar