Karfan þín

Námskeið fyrir konur í yfirþyngd sem þurfa að missa að minnsta kosti 15 kg af heilsufarsástæðum og vilja læra að iðka heilsusamlegt líferni.

Áhersla er lögð á krefjandi æfingar. Hver og ein fær verkefni við sitt hæfi og nýtir þannig æfinguna sem best. Vikulegir tölvupóstar um heilsusamlegt mataræði, svefn, æfingar til að gera heima og fleira. Markmið námskeiðsins er að fylgja þátttakendum af stað í átt til betri lífshátta. Við hjálpum þér að hjálpa þér sjálfri.

Áhersla er lögð á að styrkja hverja og eina konu andlega og líkamlega. Þyngdartap kemur svo í kjölfarið

Innifalið í Nýr Lífsstíll námskeiðum er:

 • Lokaðir hóptímar 2x í viku.
 • Tölvupóstur 1x í viku frá kennara með hvatningu, fræðslu, uppskriftum og heilsuráðum.
 • Stöðugur aðgangur að (þjálfara)/kennara gegnum tölvupóst allt námskeiðið.
 • Mikið aðhald, vel fylgst með mætingu og mataræði.
 • Stuðningur frá sterkum og samhentum hópi kvenna sem allar stefna að sama markmiði.
 • Ummálsmæling í byrjun og lok námskeiðs.
 • Þolpróf í upphafi og lok námskeiðs.
 • Styrktarmæling  í upphafi og lok námskeiðs.
 • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
 • Aðgangur að öllum 15 stöðvum World Class.
 • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
 • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa.
 • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar