Karfan þín

Betra form námskeið er frábær leið til að koma sér í form og læra eitt og annað um heilsu og hreysti á leiðinni. Markmiðið er að hafa tímana fjölbreytta og skemmtilega og hjálpa þér að koma þér af stað í átt að heilbrigðari lífsstíl. Æfingarnar henta konum á öllum aldri, byrjendum jafnt sem lengra komnum. Þú færð alhliða þjálfun í þoli, styrk og liðleika og lærir rétta líkamsbeitingu í æfingunum. Ýmiskonar fræðsla um mataræði og almenna heilsu fylgir með. Þetta er frábær félagsskapur og styrkjandi samvera.

Kennsla er 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:15. Einnig verða 2 aukatímar í tækjasal með þjálfara til að læra á tækin og fara í gegnum ákveðið æfingaprógram. Það eru sendir vikulegir fræðslupóstar og einnig eru allskonar umræður og fræðsla á Facebook síðu hópsins. Í boði er einnig vigtun, ummálsmæling og þolfpróf og hægt er að skila matardagbók sem kennari fer yfir með þér.

Innifalið í Betra form námskeiði er:

 • Lokaðir hóptímar 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:15.
 • 2x á námskeiðinu er farið í tækjasal með þjálfara sem kennir þér rétta tækni á tækin og þú færð einnig æfingaáætlun til að fylgja.

 

 • Ummálsmæling í byrjun og lok námskeiðs. Valfrjálst.
 • Þolpróf í upphafi og lok námskeiðs. Valfrjálst.
 • Vigtun vikulega fyrir þá sem vilja.

 

 • Matardagbók sem kennari fer yfir. Valfrjálst.
 • Fræðsla um bætt mataræði.
 • Tölvupóstur 1x í viku frá kennara með hvatningu, fræðslu, uppskriftum og heilsuráðum.
 • Aðstoð við að setja þér raunhæf markmið og hvernig hægt er að ná þeim. 

 

 • Facebook síða fyrir hópinn með allskonar fræðslu og umræðum.
 • Stöðugur aðgangur að kennara gegnum tölvupóst og Facebook síðu Betra form námskeiðsins allan tímann.

 

 • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
 • Aðgangur að öllum 15 stöðvum World Class.
 • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
 • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofanna Aqua Spa & Laugar Spa.

 

Kennari: Amí Guðmann

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar