Karfan þín

Námskeiðið er ætlað þeim, sem lokið hafa byrjendanámskeiði í magadansi og kunna helstu grunnspor. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á liðkandi æfingar fyrir mjaðmir og brjóstkassa, grunnsporin æfð áfram og nýjar samsetningar kynntar til leiks. Free-style slæðudans við lagið ,,Familiar“ með Liam Payne og Tabla í 2 mínútur verða kenndir og dönsum sem kenndir voru á byrjendanámskeiði haldið við. Í lok tímanna eru teknar góðar teygjur. Taktföst og skemmtileg arabísk og latin tónlist einkenna tímana!

ATH! Aðeins er innifalinn aðgangur í stöðina þá daga sem námskeiðið er kennt.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar