Námskeið þar sem eru æfingar sem henta öllum sem vilja auka úthald, bæta þol og styrk, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist að þeim í hverri viku. 15 mín markmiðasetning í hverjum tíma og 45 mín æfingar. Námskeiðin henta bæði þeim sem eru að koma til baka eftir langa pásu sem og þeim sem eru vanir að æfa reglulega.
Innifalið í námskeiðinu er:
- 4 vikna námskeið.
- Lokaðir hóptímar kennt 3x í viku.
- Vönduð kennsla og fræðsla.
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
- Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
- Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
- 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
- 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.