Slökun og hugarró

Tegund
Námskeið
Lengd
4 vikur
Skráning í Slökun og hugarró
Innifalið með skráningu á námskeið:
  • Vönduð kennsla og fræðsla.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Breiðholt
  • Tímasetningar

    Fimmtudagarkl 16:15

    Verð: 9.000 krSkrá mig

Ertu að glíma við of mikið álag, þreytu, streitu eða jafnvel kulnun?

Á þessu námskeiði endurhlöðum við líkamann og hugann með Yoga Nidra sem er nútímavædd og öflug slökunar- og hugleiðslutækni sem á sér stað í undirmeðvitundinni.

Í upphafi tímans tökum við nokkrar léttar teygjur og förum svo fljótlega inn í endurnærandi og djúpa slökun.

Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og einstaklega góð aðferð til að losa spennu, þreytu og streitu. Iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun, inn í þögnina, friðinn og kyrrðina handan hugans og sleppir algjörlega tökunum á allri spennu, þreytu og streitu. Daglegt amstur er sett til hliðar og tími og rúm gefið til þess að endurnærast.


Þessi slökunartækni hefur gífurlega góð og róandi áhrif á taugakerfið, bætir andlega líðan, endurnærir líkamann, dregur úr streitu, losar stíflur svo orkan fái að flæða óhindrað um líkamann og þannig fær líkaminn tækifæri til að ná betra jafnvægi, losa um spennu og streitu, heila sig og hefja viðgerðarferli. Það að gefa "litlu viðgerðarsveitinni" tíma og tækifæri til að gera við í líkamanum er mjög mikilvægt en það gerist einna helst þegar við hvílumst og sofum. Ein klukkustund í Yoga Nidra jafnast á við 4 tíma hefðbundinn svefn.


Kennari: Sigrún Kjartans

Innifalið í námskeiðinu er:

  • 4 vikna námskeið.
  • Lokaðir hóptímar kennt 1x í viku.
  • Vönduð kennsla og fræðsla.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.