Karfan þín

4 vikna Netþjálfunarprógram: Fjögurra vikna lyftingaprógram hjá Netþjálfun World Class!

Þetta æfingaprógram er einstaklega hentugt fyrir þá sem eru að leita að prógrami fyrir ræktina og hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Prógramið tekur á allan líkamann jafnt yfir vikuna, sett þannig upp að þú mætir þrisvar í viku og dreifir þannig álaginu á milli vöðvahópa.

Þegar þú kaupir aðgang að þessu prógrami færðu sendan aðgang innan sólarhrings að prógraminu, download link að appi í símann sem og link að heimasíðu þar sem að þú getur keyrt prógramið í gegn. Þinn aðgangur að prógraminu miðast við einn notanda og er virkur í fjórar vikur.*

Allar upplýsingar sem þú þarft til að geta hafist handa og allt sem þú þarft að vita er að finna í prógraminu.

 

Um prógramið:

Prógramið er sett saman af þjálfurum innan veggja World Class sem hafa lokið þjálfaranámi og eru með mikla reynslu af líkamsrækt og þjálfun.

Inni í prógraminu finnur þú myndband og mjög ítarlega lýsingu á hverri einustu æfingu undir hverju og einu myndbandi. Við mælum með því að þú skoðir ítarlega bæði myndband og lýsingu áður en hafist er handa.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um prógramið eða varðandi vissar æfingar þá geturðu sent okkur tölvupóst á netthjalfun@worldclass.is og setur „101“ í subject og við svörum við fyrsta tækifæri.

*Allt efni er skráð í eigu Netþjálfun World Class. Verði einhver uppvís að fjölföldun, misnotkun eða deilingu á efni Netþjálfunar á einhvern hátt varðar það viðurlögum.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar