Karfan þín

4 vikna Netþjálfunarprógram: Fjögurra vikna Bigger Better Glutes eftir Helenu Pereira hjá Netþjálfun World Class!

Þetta æfingakerfi er sérstaklega hannað til þess að móta, stækka og styrkja rassvöðvana.

Prógrammið skiptist niður á 3 daga þar sem æfingum og álagi er skipulega skipt þannig niður að það hámarki vöðvastækkun og mótun rassvöðvanna. Ég mæli með því að þú takir ekki aðrar fótaæfingar samhliða þessu prógrammi en annarskonar æfingar henta vel og ég hvet þig til þess að æfa aðra vöðvahópa líka.Það sem þú þarft eru mini-band teygjur og lóð eða bjalla sem hentar þínu getustigi.

Þegar þú kaupir aðgang að þessu prógrami færðu sendan aðgang innan sólarhrings að prógraminu, download link að appi í símann sem og link að heimasíðu þar sem að þú getur keyrt prógramið í gegn. Þinn aðgangur að prógraminu miðast við einn notanda og er virkur í fjórar vikur.*

Allar upplýsingar sem þú þarft til að geta hafist handa og allt sem þú þarft að vita er að finna í prógraminu.

Um þjálfara:
Helena er 29 ára 3 barna móðir, einkaþjálfari og hóptímakennari og er í dag einn af okkar ástsælustu Buttlift kennurum í World Class. Hún er líkamsræktarunnandi í húð og hár sem hefur sérhæft sig í þjálfun kvenna sem vilja tileinka sér heilbrigt líferni í sínu flottasta formi.

Í þjálfun leggur hún mikla áherslu á að æfingar skili árangri en séu á sama tíma skemmtilegar og án allra öfga. Einkunnarorð Helenu í líkamstækt eru „heilbrigð sál í hraustum líkama“ og hennar helsta markmið sem þjálfari er að hjálpa konum að öðlast sjálfstraust í æfingum.
Að kenna þeim mikilvægi þess að hafa gott jafnvægi á líkamlegri og andlegri heilsu, svo að þær komi á allan hátt sterkari úr ræktinni.

Helena sækir sér reglulega endurmenntun og er stöðugt í leit að leiðum til þess að verða betri þjálfari og auka þjónustu við viðskiptavini sína.
- We grow by learning.

Menntun:
Íþróttaakademía Keilis – einkaþjálfaranám

  • FoamFlex kennararéttindi – sept, 2014
  • LesMills GRIT og BodyCombat námskeið – okt, 2015
  • Jumping Fitness kennararéttindi – feb, 2017
  • CrossFit Level 1 Trainer – ágúst, 2017
  • Glute Lab & Muscle and strength seminar með Bret Contreras og Brad Schoenfeld – New York, sept 2017
  • Business Mastery seminar með Mark Coles – London, feb 2018
  • Elite Business Mastermind – 6 mánaða mentorship hjá Mark Coles – London, maí-okt 2018
  • Einkakennsla hjá Ben Pakulski í MI40 gym – Florida, júlí 2018
  • MuscleCamp með Ben Pakulski – ágúst 2019

Og fjöldi annarra námskeiða tengdum heilsu og líkamsrækt.

*Allt efni er skráð í eigu Netþjálfun World Class. Verði einhver uppvís að fjölföldun, misnotkun eða deilingu á efni Netþjálfunar á einhvern hátt varðar það viðurlögum.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar