Infrared Fit Pilates

Tegund
Námskeið
Lengd
4 vikur
Skráning í Infrared Fit Pilates
Innifalið með skráningu á námskeið:
 • Vönduð kennsla og fræðsla.
 • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
 • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
 • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
 • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Mosfellsbær
 • Tímasetningar

  Þriðjudagar 18:30

  Fimmtudagar 18:30

  Verð: 13.000 krSkrá mig

Kennari: Þorbjörg Sólbjartsdóttir

Fit Pilates leikfimi styrkir allan líkamann og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Þjálfar djúpvöðva líkamans, flatur magi, stinnur rass og læri, sterkt bak, betri líkamsstaða og aukinn liðleiki.
Fyrst og fremst er verið  að vinna með innri jafnvægisvöðvana í Kjarnanum*. En auk þess þjálfum við stóru vöðvana í kvið og baki, læri, rassvöðva, styrkjum  mjaðmir, hendur og axlir.

 • Enginn hamagangur og læti en virkilega vel tekið á
 • Stuðlar að betri líkamsbeitingu í daglegu lífi og öðrum íþróttagreinum

*Innri jafnvægis vöðvarnar – vöðvarnir sem passa upp á hrygginn og eru grunnurinn fyrir allar hreyfingar. Nefnist ýmsum nöfnum „innra vöðvahúsið“ , djúpvöðvar, kjarnavöðvarnir, Powerhouse eða Core á ensku.

Tímarnir eru kenndir í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum. 
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

Þar sem tímarnir eru kenndir í heitum sal er skylda að hafa með sér stórt handklæði til að leggja yfir dýnuna. Litlu World Class æfingahandklæðin eru eingöngu til þess að að þurrka svita á iðkenda. Við mælum einnig með að hafa með sér sína eigin dýnu.