Karfan þín

Sumarnámskeið hefst 25. maí!

Nemendur sem æfa með 10-12 ára danshóp hafa möguleika á að æfa innan eftirfarandi deilda: 

D DEILD
Almenn deild skólans. Nemendur æfa 2x í viku.
Samtals 12 klst á sumarnámskeiði.

W DEILD
Nemendur æfa 3x í viku og bæta þar með við sig:

  • Master Class fer fram alla föstudaga (9 klst á sumarnámskeiði)

Deildin er hugsuð fyrir þá nemendur sem vilja ná árangri og þróa sinn eigin stíl. Að öðlast sterkan persónulegan dansstíl þurfa nemendur að kynnast sem flestum stílum og æfa oftar í viku.

Með samruna tæknilegrar getu og þjálfun í kóreógrafíu breikkar hreyfiorðaforði nemenda sem gefur þeim tól til persónulegra notkunar og túlkunar.

SKIPULAG
Nemendur fá mismunandi danskennara sem kenna ákveðinn dansstíl eða kóreógrafíu sem þeir sérhæfa sig í til þess að veita nemendum fjölhæfa menntun.

MASTERCLASS
Samtals 90 mínútur hver. Fer fram alla föstudaga og er eingöngu kóreógrafíutími. Þar gefst nemendum tækifæri að þjálfa upp tækni og hraða til að ná kóreógrafíum, þ.e. samsetningu á mismundandi hreyfingum hratt en ítarlega. Nemendur læra nýja rútínu í hverjum tíma. 

ALDURSTAKMARK
11 ára aldurstakmark er í Master Class. Undanþágur eru veittar fyrir nemendur hafa brennandi áhuga og vilja bæta sig.

KENNSLUSTAÐIR

Egilshöll, Hafnarfjörður, Laugar, Mosfellsbær, Selfoss, Seltjarnarnes, Smáralind og Ögurhvarf
ATH!
Master Class fer eingöngu fram í Laugum

LENGD DANSTÍMA
Danstímar : 60 mínútur
Master Class : 90 mínútur

VERÐ
D deild : 21.990 kr. (6 vikur) | 11.990 kr. (3 vikur)
W deild (bæta við sig Master Class) : 14.990 kr. (6 vikur) | 7.990 kr. (3 vikur)

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið, dansstílana, tímatöflu og svo framvegis er að finna hér á heimasíðunni, www.dwc.is.

ATH! Ekki er hægt að greiða fyrir vornámskeið með frístundastyrk vegna þess að það er ekki nógu langt.

 

ATH! Ekki er hægt að greiða fyrir vornámskeið með frístundastyrk vegna þess að það er ekki nógu langt.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar