Karfan þín

Opnir Tímar

Þeir sem hafa grunn í MMA bardagaíþróttum hafa aðgang að opnum tímum World Class MMA. Boðið er upp á 6 mismunandi tíma. Þeir eru Nogi, BJJ, Kickbox, Fitness Kickbox, Box og MMA. Um helgar er opin dýna. Til að kaupa aðgang að opnum tímum þarf að vera búið að ljúka grunnnámskeiði eða sambærilegu námskeiði nema fyrir Fitness Kickbox.

NOGI

Brasilískt Jiu Jitsu án galla (æft í stutt/síðbuxum og stutt/langerma bol) Meginfókus er á gólfglímu en einnig er farið í standandi glímu. Farið er yfir armlása, fótalása, köst, fastatök og einnig hvernig skal sleppa úr krefjandi stöðum svo fátt eitt sé nefnt. Undanfari: NOGI 101

BJJ

Brasilískt Jiu Jitsu í galla (æft í BJJ eda Judo galla) Meginfókus er á gólfglímu en einnig er farið í standandi glímu. Farið er yfir armlása, fótalása, köst, fastatök og einnig hvernig skal sleppa úr krefjandi stöðum svo fátt eitt sé nefnt. Undanfari: BJJ 101

FITNESS KICKBOX

Tími án contacts (Ekkert sparring). Engrar reynslu krafist. Keyrslutímar þar sem farið er í gegnum ýmsar fléttur og fótavinnu , ýmist á focuspúðum/thaipads og/eða heavybags. Opnir tímar fyrir alla þá sem eru með MMA eða WorldFit kort - þarfnast ekki grunns.

KICKBOX

Grunnatriði kickboxs, farið er yfir kýlingar, spörk, hné, olnboga, fótavinnu, fléttur, varnir og sóknir

Undanfari: Kickbox 101

BOX

Grunnatriði hnefaleika, farið er yfir kýlingar, fótavinnu, fléttur, varnir og sóknir Undanfari: Kickbox 101

MMA 201

Farið dýpra inn í grunn og framhald blandaðra bardagalista þar sem öllum þeim bardagaíþróttum sem World Class MMA hefur uppá að bjóða er blandað saman. Allt er unnið út frá MMA sjónarmiði þar sem t.d höggum er bætt við standandi viðureign og gólfglímu auk þess sem fellum er bætt inn í kickbox. Undanfari: MMA 101
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar