17. mars 2020

Eins og áður hefur komið fram fylgist World Class vel með framvindu mála í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar og gerir ráðstafanir í takt við það.

Í ljósi þess hve alvarleg staðan er varðandi COVID-19 höfum við gert ráðstafanir og sett takmarkanir innan stöðva okkar, sjá: https://www.worldclass.is/frettir/covid-19-radstafanir-naestu-4-vikurnar/ 

Í samningum okkar við viðskiptavini eru innlagnir á kortum almennt ekki leyfðar en það er samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru sýktir eða í sóttkví að leggja kort sín inn í allt að tvær vikur.*

*Einungis er tekið við beiðnum í gegnum tölvupóst: worldclass@worldclass.is

Til baka