25. júní 2019

TEAM World Class tekur þátt í flokki blandaðra liða í WOW Cyclothon 2019. Liðið samanstendur af frábærum hópi hjólara sem stefna sjálfsögðu að sigri.

Samhliða því að sigra og hafa gaman ætlar liðið að safna áheitum til áframhaldandi uppbyggingar sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Þangað koma árlega um 250 börn og ungmenni til dvalar og óskar TEAM World Class þess að sem flestir leggi málefninu lið gegnum áheitasíðu liðsins: 
Fara á áheitasíðu liðsins

TEAM World Class er firnasterkt lið með góða liðsheild. Strákarnir Áskell, Daði, Eyjó, Ingvar og Jón Arnar standa þétt við bakið á stelpunum Bríeti Kristý, Höllu, Hörpu, Sigurlaugu og Þóru Margréti sem gefa þeim ekki tommu eftir. Liðsmenn verða kynntir nánar einn af öðrum á meðan á keppninni stendur, svo endilega fylgist með og heitið á liðið í leiðinni!

Aðal styrktaraðili liðsins er að sjálfsögðu World Class, sem einnig er einn helsti styrktaraðili keppninnar í ár. Auk þess mun KPMG styrkja liðið, en þrír hjólarar liðsins, þau Bríet Kristý, Jón Arnar og Harpa hafa tengsl við þetta flotta fyrirtæki. Hágæða útivistarföt fær liðið frá 66°Norður svo engum verði kalt á leiðinni. Hjólreiðaverslunin Örninn og TeamX/4iiii á Íslandi hafa lagt sitt af mörkum og Ölgerðin mun sjá til þess að enginn verði þyrstur á leiðinni. Kokkarnir í World Class Laugum ætla svo að elda næringarríkan mat ofan í liðið.

Á hringferðinni mun TEAM World Class njóta aðstoðar þeirra Tristans og Odds sem munu sjá til þess að miðla gleðinni og keppnisandanum til vina og velunnara gegnum samfélagsmiðla, og styðja þannig við áheitasöfnun liðsins.

Áhugasamir geta fylgst með TEAM World Class á:

facebook
instagram

Hér er hægt að fylgjast með staðsetningu liðsins á korti "Í BEINNI"

Sjáumst á hringnum - RIDE ON!
TEAM World Class

 

Til baka