24. júní 2020

World Class mun opna í september 2020 stórglæsilega 2000 fm heilsuræktarstöð á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands. 

Stöðin verður fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin mun innihalda fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum, hjólasal með IC8 hjólum, heitan hóptímasal með infrarauðum hita ásamt hita og rakatækjum fyrir Hot Yoga, fjölnota hóptímasal og WorldFit sal. Í stöðinni verður heitur pottur og kaldur pottur fyrir víxlböð, infrarauð sauna og þurrgufa.

World Class í Vatnsmýri verður því sú 17. í hópi glæsilegra stöðva sem fyrir eru.

ATH! Fréttin hefur verið uppfærð.

Til baka