10. júlí 2023

World Class hefur nú hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi World Class samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Það er í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, sbr. ákvæði laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með síðari breytingum.

Til baka