14. apríl 2021

(English below)

Fimmtudaginn 15. apríl er líkamsræktarstöðvum loksins heimilt að opna samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðerra, með miklum takmörkunum þó.

Það eru því gleðifréttir að allar stöðvar World Class opna á morgun fimmtudag.

Nauðsynlegt er að skrá sig í tíma til að geta mætt á æfingu og er 20 manna hámark í hvern tíma.

Í æfingasölunum verður hægt að skrá sig í tíma og verða ávallt þjálfarar á staðnum.

Það þarf að skrá sig í tíma þar eins og í aðra opna hóptíma til þess að geta mætt.

Allir tímar, líka í æfingasölunum, eru sýnilegir í tímatöflu á www.worldclass.is

Takmarkanir:

 • 20 manna hámark í hvern tíma
 • tímar í æfingasölum eru 55 mín
 • hlé er milli allra tíma svo unnt sé að sótthreinsa búnað og snertifleti
 • bannað er að deila búnaði og skal sótthreinsa allan búnað fyrir og eftir notkun
 • grímuskylda er inn og út úr stöðvunum eða þar til æfing hefst
 • barnagæslur eru lokaðar
 • viðhafa skal 2 metra fjarlægðarreglu

Aðrar upplýsingar:

 • ekki er rukkað af samningum fyrir lokaða tímabilið
 • öllum tímabundnum kortum hefur verið framlengt um lokaða tímabilið
 • snyrti- og nuddstofur Laugar Spa í Reykjavík og Aqua Spa á Akureyri eru opnar
 • veitingastaðir Laugar Café, boostbar og Classinn heilsubar opna

Við hlökkum til að taka á móti ykkur - setjum heilsuna í fyrsta sæti og verum skynsöm!

--------------------------------------------------------------

On Thursday 15 April, fitness centers are finally allowed to open according to the regulations from the Minister of Health, with many restrictions though.

It is therefore excellant news that all World Class locations will open tomorrow, thursday.

It is required to register for classes to be able to train and there is a maximum of 20 people at any one time.

It will be possible to register for classes in the equipment room and there will always be coaches on site.

You need to register for classes there as well as for other open group classes in order to be able to train.

All classes, also in the equipment room, are visible in the timetable at www.worldclass.is

Limitations:

 • 20 people maximum at any one time
 • Classes in the equipment room are 55 min
 • There is a break between all times so that equipment and contact surfaces can be disinfected
 • Sharing of equipment is prohibited and all equipment must be disinfected before and after use
 • Masks are required in and out of the gym or until training begins
 • Childcare is closed
 • A distance of 2 meters must be followed

Other information:

 • There was no charge for the contracts for the closed period
 • All temporary cards have been extended for the closed period
 • Laugar Spa in Reykjavík and Aqua Spa in Akureyri are open
 • Laugar Café, boostbar and Classinn health bar are open

We look forward to welcoming you - put our health first and be sensible!

Til baka