23. mars 2020

English below

Kæru viðskiptavinir.
Við viljum þakka ykkur fyrir að sýna tillit og virða þær ráðstafanir sem gerðar voru í samræmi við samkomubannið síðustu vikuna.
Samkvæmt tilskipun frá heilbrigðisráðherra loka allar stöðvar World Class, ásamt annarri þjónustu innan stöðvanna, frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020.

World Class mun bæta tímabilinu sem verður lokað sjálfkrafa aftan við áskriftir og kort meðlima okkar.

Við tökum fram að á meðan stöðvarnar eru lokaðar verða engar undanþágur veittar til æfinga og að sama skapi mun World Class hvorki leigja út né lána búnað.
Tímabilið meðan lokað er verður notað í viðhald og endurbætur.

Setjum heilsuna í fyrsta sæti, treystum yfirvöldum, fylgjum sóttvarnarlögum og virðum fyrirmæli landlæknis. Við erum öll í þessu saman.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur af fullum krafti þann 14. apríl.*

*með fyrirvara um að heilbrigðisráðherra gefi út tilskipun annars efnis.

 

Dear World Class members,
We would like to thank our loyal members for the consideration and respect for the measures taken in accordance with the gathering restrictions last week.
According to the directive orders from the National Director of Health, all World Class clubs, along with all other services within the clubs, will close as of Tuesday March, 24 2020.

World Class will add the closing period automatically on top of all memberships.

We note that while the clubs are closed, no exemptions will be granted for exercising, neither will World Class rent nor lend equipment.
The period during closure will be used for maintenance and improvement.

It‘s important to take care of our health, trust authorities, follow the law of the epidemic and obey the instructions of the National Director of Health. We are all in this together.
We look forward to welcoming you all in full force on April 14th.*

*subject to the publication of a directive by the National Director of Health

Til baka