08. nóvember 2019

Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class.

Saga Elínar Eddu og ferðalagið að markmiðinu!

Miðvikudagur 13. nóvember kl. 19:30 í húsi ÍSÍ við Engjaveg 6.

 

Annar fræðslufundur Laugaskokks og World Class á þessu starfsári verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember  nk.    

Fyrirlesari er Elín Edda Sigurðardóttir, maraþonhlaupari, læknir og einn þáttastjórnenda „Hlaupalíf Hlaðvarp“. 

 

Í fyrirlestrinum mun Elín Edda segja frá sinni eigin sögu og hvernig hún á nokkrum árum fór úr því að vera léttur og nettur skokkari með lítið sem ekkert vit á hlaupum yfir í flokk fremstu hlaupara Íslandssögunnar.

Saga Elínar Eddu ætti að geta veitt fólki sem er að hugsa um að byrja að hlaupa, eða vill setja sér stór markmið, mikinn innblástur og hún vonast til að geta miðlað sinni reynslu áfram til annarra hlaupara.

Það má segja að Elín Edda hafi hent sér beint í djúpu laugina þegar hún byrjaði að æfa með meistaraflokki ÍR fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur margsinnis rekið sig á og lært af mistökum.

“Maraþonundirbúningur hefur verið eitt það skemmtilegasta og mest krefjandi verkefni sem ég hef tekist á við í lífinu. Það er svo margt annað en bara hlaupin sjálf sem hafa áhrif á árangur í þessari íþrótt og mig langar að fara aðeins yfir þær “breytur” sem ég tel að geti haft mikil áhrif á útkomu í maraþonhlaupum. Þessar breytur eiga að sjálfsögðu við um aðrar greinar innan hlaupaíþróttarinnar og íþrótta almennt!”

Í lok fyrirlesturs verða umræður og tækifæri til spurninga.

Aðgangur er ókeypis. Ath. breyttan fundarstað, í fundarsal E á 2. hæð í húsi ÍSÍ við Engjaveg 6.   

Til baka