14. maí 2018

Frá 1. – 31. maí ætlar hlaupahópur World Class Laugum, Laugaskokk, að halda nýliðamánuð.  Við hvetjum alla sem hafa áhuga á hlaupum, byrjendur jafnt sem lengra komna, til að mæta! Lögð er áhersla á að bjóða upp á æfingar sem henta flestum getustigum og því eiga allir að finna sig í hópnum. Æfingar Laugaskokks eru í tímatöflu World Class og því opnar öllum korthöfum.

Æfingar eru þrisvar í viku:

Mánudagar kl. 17:30
Miðvikudagar kl. 17:30
Laugardagar kl. 9:00

Hægt er að finna hópinn inni á Facebook undir Laugaskokk en þar er æfingum deilt ásamt ýmsum fróðleik.

Til baka