
Miðvikudaginn 1. júlí tekur í gildi hækkun á allri almennri verðskrá hjá World Class.
Verðskrá World Class hækkaði síðast fyrir sex og hálfu ári í janúar 2014 og hefur síðan þá bæst í aukið úrval stöðva og sundlauga sem korthafar World Class hafa aðgang að;
- Árbær,
- Árbæjarlaug,
- Breiðholt,
- Breiðholtslaug,
- Hella (2020),
- Sundlaugin á Hellu (2020),
- Kringlan (2020),
- Vatnsmýri (2020),
- Selfoss,
- Sundhöll Selfoss,
- Smáralind,
- Skólastígur Akureyri,
- Strandgata Akureyri,
- Sundlaug Akureyrar,
- Tjarnarvellir.
World Class hefur ekki hækkað verðin undanfarin ár þrátt fyrir hækkun vísitölu neysluverðs og launavísitölu (sjá graf).
Heilsuræktarkort hækka nú um 15% og kort í Betri stofuna um 10%.