27. október 2017

Ný jóganámskeið fyrir golfara hefjast 30. október – 6. desember, kennt verður í upphituðum sal í World Class Laugum. Tímarnir verða haldnir á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00-21:00.

Með ástundun jóga getum við spilað betra golf. Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara.  Þú styrkir líkamann, eykur sveigjanleika og jafnvægi og færð þannig lengra sveifluferli og kraftmeiri högg. Umfram allt eykur þú einbeitingu og úthald, minnkar líkur á meiðslum og kemst i betra form.  Hámark 25 manns í tíma.

Katherine Roberts, Arizona USA setti saman sérhægt æfingarkerfi sem hún kallar YFG, yoga for golfers. Katherrine var i samstarfi við fræga PGA kennara , atvinnukylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara, td. Hank Haney, fyrrum þjálfara Tiger Woods og Mark O’Meara.

Nánari fyrirspurnir á golfjoga@gmail.com

Skráning er hafin á https://www.worldclass.is/namskeid/rolegt/golf-joga/

Bestu kveðjur
Birgitta Guðmundsdóttir jóg,akennari

Til baka