13. apríl 2018

Dansstúdíó World Class er einn stærsti dansskólinn á höfuðborgarsvæðinu og fer kennsla fram í sex World Class stöðvum í Reykjavík. Rúmlega 500 nemendur stunda dansnám hjá DWC og er metnaðurinn í fyrirrúmi. 

DWC leggur áherslu á uppbyggjandi og hvetjandi umhverfi í danssalnum fyrir alla nemendur skólans. Dansnámið er fyrir börn frá 7 ára aldri og upp úr. Skólinn býður upp á markvisst dansnám þar sem dansarar ná árangri. 

Ert þú dansari ?

DWC leitar að metnaðarfullum dönsurum til þess að kenna dans í World Class á Selfossi.

Áhugasamir hafi samband við Stellu Rósenkranz, deildarstjóra DWC, á netfangið stella@worldclass.is.

 

Til baka