
Við bjóðum upp á barnagæslur á eftirfarandi stöðvum: Breiðholti, Egilshöll, Laugum og Tjarnarvöllum.
Reglur barnagæslu:
- Hvert stakt skipti kostar 350 kr og hægt er að kaupa 15 og 30 skipta kort í afgreiðslu og á Mínum síðum. Barnagæsla er í öllum tilfellum greidd fyrirfram í afgreiðslu nema um gilt barnagæslukort sé að ræða (þá er merkt við í gæslunni sjálfri).
- Hámarkstími fyrir hvert barn er 1,5 klukkustund.
- 2 ára aldurstakmark er um helgar (afmælisdagur barns gildir).
- Virka daga er ekkert aldurstakmark.
- Náist hámarksfjöldi í barnagæslu er starfsmanni heimilt að vísa fólki frá. Komi til þessa er hægt að fá vitneskju um það hvenær næsta pláss losnar miðað við gildandi tímamörk.
- Ekki er leyfilegt að börn komi með né neyti matar eða drykkjar á meðan gæsla stendur yfir.
- Nauðsynlegt er að koma með bleyjubörn þurr þar sem starfsfólki ber ekki skylda að skipta á börnum. Komi upp tilfelli þar sem slíkt telst nauðsyn er foreldri/forráðamaður kallaður upp. Skiptiaðstaða er ýmist í boði í barnagæslunni sjálfri eða í búningsklefa.
- Æskilegt er að börn komi óþreytt til okkar og ekki er hægt að ætlast til að starfsfólk svæfi börn. Viðskiptavinum gefst þó kostur á að koma með sofandi barn og starfsfólk okkar hlustar eftir því og sinnir ef það vaknar.
Opnunartímar eru eftirfarandi:
Breiðholt
Mánudagur: 16:30-19:30
Þriðjudagur: 16:30-19:30
Miðvikudagur: 16:30-19:30
Fimmtudagur: 16:30-19:30
Föstudagur: 16:30-19:30
Laugardagur: Lokað
Sunnudagur: Lokað
Egilshöll
Mánudagur: 16:30-19:30
Þriðjudagur: 16:30-19:30
Miðvikudagur: 16:30-19:30
Fimmtudagur: 16:30-19:30
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: Lokað
Sunnudagur: Lokað
Laugar
Mánudagur: 08:30 - 14:00 & 16:00 - 19:30
Þriðjudagur: 08:30 - 14:00 & 16:00 - 19:30
Miðvikudagur: 08:30 - 14:00 & 16:00 - 19:30
Fimmtudagur: 08:30 - 14:00 & 16:00 - 19:30
Föstudagur: 08:30 - 14:00 & 16:00 - 19:30
Laugardagur: 09:00 - 14:00
Sunnudagur: Lokað
Tjarnarvellir
Mánudagur: 08:30 - 13:30 & 16:00 - 19:30
Þriðjudagur: 08:30 - 13:30 & 16:00 - 19:30
Miðvikudagur: 08:30 - 13:30 & 16:00 - 19:30
Fimmtudagur: 08:30 - 13:30 & 16:00 - 19:30
Föstudagur: 08:30 - 13:30
Laugardagur: 09:00 - 13:00
Sunnudagur: Lokað
Barnahorn eru á stöðvunum okkar í Dalshrauni, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi , Smáralind, Vatnsmýri, Ögurhvarfi og við Strandgötu Akureyri.
Reglur barnahorns:
Aðgangur að barnahorni er viðskiptavinum World Class í boði þeim að kostnaðarlausu. Viðskiptavinir bera alla ábyrgð á sínum börnum ásamt þeirra gjörðum. Barnahornið er einungis ætlað fyrir eldri börn sem mögulegt er að skilja eftir ein án eftirlits í skamman tíma. Leyfilegt er að nota leikföng, DVD spilara og sjónvarp svo lengi sem gengið er vel frá eftir börnin. Ekki er leyfilegt að börn komi með né neyti matar eða drykkjar á meðan á dvöl þeirra í barnahorni stendur.