02. nóvember 2018

Miðvikudagur 7. nóvember 2018 kl. 19:30 í fundarsal Lauga.

Annar fræðslufundur Laugaskokks og World Class á þessu starfsári verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember nk.  

Fyrirlesari er Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.

Gauti er sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Hann hefur starfað við mjókursýrumælingar frá 1993 og kin com kraftmælingar frá 1994. Þá hefur hann stundað Kine live emg mælingar frá 2007 með áherslu á leitina að rassvöðvunum.

Gauti hefur langa reynslu af þjálfun, en hann var handboltaþjálfari á árunum 1979 – 2011. Þá  hefur hann þjálfað ýmsa hópa til að auka afreksgetu iðkenda, s.s. golfhópa og hlaupahópa. Jafnframt hefur hann leiðbeint á námskeiðum sem Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hefur haldið þar sem meðal annars er fjallað um styrktar- og liðleikaþjálfun fyrir hlaupara.

Í erindi sínu mun Gauti fjalla um eftirfarandi atriði:

  • Hvernig geta sterkir rassvöðvar komið að gagni hjá hlaupurum?
  • Hvernig er hægt að bæta hlaupatækni með æfingum?
  • Hvað er hægt að gera til að minnka álagseinkenni hjá hlaupurum?

Aðgangur er ókeypis.

Til baka