23. janúar 2019

Allir Hafnfirðingar fá frítt út febrúar á Tjarnarvöllum*
*Gildir aðeins á Tjarnarvöllum út 28. febrúar, gildir ekki í aðrar stöðvar né sundlaugar á tímabilinu. Gildir aðeins fyrir 13 ára og eldri.
Hægt er að nálgast kortið frá og með mánudeginum 28. janúar á opnunartíma stöðvarinnar.

Sjá tímatöflu hér!

World Class á Tjarnarvöllum er 2400 fermetra fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin inniheldur fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum, hjólasal með 60 IC8 hjólum byggður upp á pöllum með led lýsingu, heitan hóptímasal með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum fyrir Hot Yoga, hóptímasal og glæsilega barnagæslu. Þá verður í stöðinni stór heitur nuddpottur, kaldur pottur fyrir víxlböð og kæliþjálfun, infrared sauna og þurrgufa sem er opin öllum korthöfum. Þar verður hægt að opna út og njóta sólar og veðurblíðu á góðum dögum. Glæsileg granít- og marmaralistaverk eftir listamannin Sigurð Guðmundsson prýða anddyri stöðvarinnar og pottasvæði.

Við opnun verður einungis helmingur húsnæðisins tekinn í notkun en haldið verður áfram að byggja hinn helminginn sem opnar í lok árs. Þar verður fullútbúinn salur þar sem enn betri aðstaða verður til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun, svipaður Svarta boxinu okkar í Kringlunni.

 

 

 

 

Til baka