Víðir Þór Þrastarson
Menntun:
- Íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands, 2011.
- Heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands, 2005.
- Stúdent af íþróttabraut Fsu, 2000.
Er einnig með:
- Almenn kennsluréttindi.
- Réttindi sem leiðbeinandi í skyndihjálp.
- Próf í Bodypump og RPM spinning frá Les Mills.
- Dómarapróf í fótbolta og í badminton.
- Stig 3 í reiki heilun.
Legg megináherslu á bættan lífsstíl. Býð ekki upp á átak sem stendur stutt yfir og gerir bara gagn rétt á meðan á því stendur, heldur vil ég efla vitund fólks um líkamlegt og andlegt heilbrigði.
Ferlið:
- Byrjað er á lífsstíls- og áhugasviðskönnun.
- Þá eru gerðar fjölbreyttar mælingar og prófanir til að sjá stöðu mála, m.a þol, liðleika og styrktarpróf, blóðþrýstingur og blóðfita.
- Út frá niðurstöðum verður unnin markmiðasetning og æfingaáætlanir unnar út frá settum markmiðum.
- Einnig verður lögð fyrir könnum um mataræði og matardagbók síðan unnin.
- Vinn mikið með mataræði og ráðlegg fæðubótarefni sem hluta af heilbrigðum lífsstíl.
- Legg upp með að hafa ferlið einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Fleira í boði:
Ég sérhæfi mig m.a í teygjun og býð upp á teygjutíma, einn eða tveir saman þar sem ég met liðleikaástandið, teygji á öllum helstu vöðvum og kenni teygjur.
Ég hef mikinn áhuga á og hef náð góðum árangri með þar til gerðum æfingum til að vinna gegn þunglyndi og kvíða hjá fólki. (Endilega senda mér línu til að forvitnast um málið).
Býð upp á nuddmeðferðir í Laugum Spa: Pöntunarsími er 533-1177
Þjálfar í:
- Laugum