Karfan þín

Fagleg þekking

 • Þór er meðlimur í alþjóðlegu jógakennarasamtökunum Yoga Alliance og er einn örfàrra íslenskra jógakennara sem stàta af hinum eftirsóttu E-RYT200 réttindum en svokölluð E-réttindi öðlast enginn nema geta sýnt fram á og sanna að hann búi yfir víðamikilli reynslu við kennslu og iðkun á yoga. Þà er Þór einnig með 500 tíma jógakennararéttindin (RYT500) hjà Yoga Alliance og er á góðri leið með að innsigla hin alþjóðlega viðurkenndu E-RYT500 réttindi - sem eru æðstu alþjóðlegu réttindi sem vestrænn jógakennari getur öðlast.
 • Grunnnámið (RYT200) tók Þór hjá Ananda Marga Yoga Teacher Training (tantric-yoga) og framhaldsnámið var tekið í Indlandi hjá Ayur Yoga Ego Ashram (Hatha-yoga). Báðir skólarnir eru viðurkenndir og vottaðir af - Yoga Alliance.

 • Þór er einnig í persónulegri kennslu hjá jógamunkum úr Ananda Marga jógahreyfingunni þar sem megin áherslan er lögð á andlegu hlið jóga iðkunarinna, eins og hugleiðslu og karmískan lífsstíl.

 • Hefur innsýn og þekkingu á núvitundarfræðunum (mindfulness) og m.a. tekið 20 tíma námskeið undir handleiðslu Ásdísar Olsen.

 • Þá hefur Þór sótt sér kennsluréttindi í framhalds- og grunnskólum og er lærður íslenskukennari frá Háskóla Íslands.

Sérhæfing

Þór hefur sérhæft sig í öfugum stöðum (Inversions) og kennslu á þeim. Hann vinnur út frá grunnhugmyndum jóga þar sem forðast er að nota alla utanaðkomandi aðskotahluti á borð við kubba og bönd í öllum grunnstöðum (asanas) jógans, þetta á hvergi betur við en við iðkun á öfugum stöðum. 

Í öfugum stöðum er nefnilega einn lykilþátturinn að sigrast á óttanum við að detta (og meiða sig). En það þarf að gera það með hinn lykilþáttinn í huga, sem er að læra inn á og ná tökum á jafnvæginu. Vestrænum jógakennurum hættir hins vegar oft til að notast við veggi til að styðja iðkandan upp í stöðurnar þar sem iðkandinn fær ákveðið öryggi við að notast við stuðninginn frá veggjunum. Þessi nálgun er ágæt útaf fyrir sig þar sem iðkandinn fær að kynnast því að vera á hvolfi en þar við situr. Iðkandinn fær aldrei að kynnast hinu raunverulega öfuga jafnvægi sínu þegar hann hefur stuðninginn og öryggið frá veggnum - og það sem verra er að þetta öryggi breytist fljótt í falskt öryggi og iðkandinn "festist" við vegginn.

Þór nálgast öfugu stöðurnar út frá því að hjálpa nemandanum að losna frá veggnum og finna sitt raunverulega öfuga jafnvægi án stuðnings frá veggjum og/eða öðrum hjálpartækjum. Það er nefnilega þannig með hjálpartækin í jóganu að ef við beitum þeim ekki rétt og af ítrustu varkárni að þá verða þau mjög fljótt einskonar falskt öryggi og iðkandinn lærir ekki að fínstilla sig í stöðum (þ.m.t. jafnvægið sitt) því gamli óttinn við að detta hefur einfaldlega orðið að nýjum ótta, eða ótta við að hætta að treysta veggnum.

Þeir sem vilja því taka jógaiðkunina sína upp á næsta "level" ættu því að skoða valmöguleika nr. 3 (Option 3) vel ef þeir vilja ögra sér og læra að sigrast á óttanum við að detta.

Einkatímar / litlir hópar

 1. Fyrir þá sem þurfa að ná upp krafti aftur eða styrkja sérstök svæði í líkamanum eftir t.d. àralangar kyrrsetur, barnsburð, slys eða önnur áföll.
  Sett er saman sérsniðið asanas æfingaprógram út frá persónulegum þörfum iðkandans. Sérstaklega hentugt fyrir þá sem þurfa að styrkja ákveðna hluta líkamans.
  Ath. eingöngu fyrir þà sem eru að styrkja sig eftir meiðsl - ekki þá sem ennþá eru meiddir.
  Eingöngu einkakennsla.
  Alls 4+ skipti, klukkutími í senn eða eftir samkomulagi - (+ greiningarfundur að kostnaðarlausu).
  Tímasetningar og staðsetningar eftir samkomulagi. 
  Verð: frá 39.900.-

 2. Fyrir alla sem vilja öðlast dýpri þekkingu á jógastöðum og þá sem vilja styrkja sig í flæðinu og stöðunum eins og unnið er með þær í hóptímum.
  Farið er dýpra inn í hverja stöðu og einstaklingum hjálpað að undirbúa sig fyrir að hvíla betur í stöðum í hóptímunum hans í jógaiðkun í World Class - sem og annarstaðar. Sólarhyllingarnar (Surya Namaskar) eru teknar sérstaklega fyrir.
  Max 10-12 einstaklingar.
  2x í viku í 60 mínútur - alls 8 skipti.
  Mánudaga og miðvikudaga kl. 19:00-20:00 á Seltjarnarnesi.
  Verð: 19.900.-

 3. Fyrir þá sem vilja fara vel út fyrir þægindarammann. Stöður á hvolfi og miðlungserfiðar/framhaldsstöður (Inversions and intermediate/advanced asanas). Hópeinkaþjálfun fyrir þá sem eru komnir lengra í asanas-jógaiðkuninni og vilja fá dýpri þekkingu og kunnáttu inn í stöður á borð við höfuðstöðuna, handstöðuna og sporðdrekann.
  Max 12-15 einstaklingar.
  Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:15-20:15 í Laugum.
  Verð: 19.900.-

 

Þjálfar á/í:

 • Laugum
 • Seltjarnarnesi

Addaðu þér í facebook grúppuna mína

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar