Karfan þín

Menntun og reynsla: 

  • Lögfræðingur frá Háskóla Íslands 2011
  • Einkaþjálfaraskóli World class 2018
  • Movement Mechanics 2018
  • SkoggSystem Kettlebells level 1 & 2 certification 2018
  • SkoggSystem Bodyweight certification 2018
  • Fjöldi styttri námskeiða í akró og dansi

Ég hef stundað íþróttir og líkamsrækt allt mitt líf. Fyrst fimleika, síðar dans og núna lyftingar, ketilbjöllur og akró. Ég kenndi dans hjá Háskóladansinum nokkrar annir, er ein af stofnendum Akró Íslands, kenni akró þar og er núverandi formaður. Ég hef verið hluti af Fitteam hópþjálfun og ketilbjöllum frá hausti 2018.

Sérhæfing: 

Alhliða þjálfun, styrktarþjálfun, hreyfiferlar og liðleiki. Ég legg upp með fjölbreyttar æfingar með áherslu á hagnýta þjálfun (functional training) og að þú lærir að hreyfa þig rétt til að lágmarka meiðsl og styðja við góða líkamlega líðan. Ég vinn mest með ketilbjöllur, laus lóð, stangir og eigin líkamsþyngd.

Þjónusta:

Einkaþjálfun sniðin að þörfum hvers og eins. Einstaklingar eða fleiri saman. Tek bæði að mér hálftíma og klukkutíma þjálfun. Stuttar æfingar skila líka árangri!

Tek einnig að mér ráðleggingar varðandi mattarræði og prógrammagerð.

Hreyfigreining

Með hreyfigreiningu met ég hreyfigetu einstaklings með ákveðnum matsaðferðum. Greiningin er hönnuð til að sjá hvort einstaklingur kann að hreyfa sig rétt og án verkja og er því sérstaklega gagnleg fyrir þá sem eru stirðir og með verki vegna þess.

Hreyfigreining er innifalin í einkaþjálfun og niðurstaðan er notuð til að byggja upp einstaklingsmiðað prógram sem miðar að því að viðkomandi læri að hreyfa sig rétt og verkjalaust.

Ég tek jafnframt að mér hreyfigreiningu án þjálfunar og set upp prógram/ráðleggingar í samræmi við niðurstöður.

Hópþjálfun Fitteam:

Hópþjálfun fyrir lengra komna: Fitteam kl. 7 og 17 á mán-, mið og föstudögum

Hópþjálfun fyrir lengra komna: Ketilbjöllur kl. 18  mán-, mið og föstudögum

Verð 15.000

Hvað er Fitteam?

Fitteam eru litlir hópar sem stunda skemmtilega og krefjandi þjálfun í World Class Kringlunni.  Æfingar Fitteam eru fjölbreyttar og engin æfing er eins. Við leggjum áherslu á ,,functional” þjálfun sem myndi í beinni þýðingu vera ,,hagnýt þjálfun”. Slík þjálfun byggir upp styrk, stöðugleika, hreyfanleika og þol sem nýtist okkur í daglegu lífi. Notast er við ketilbjöllur, laus lóð, stangir og eigin líkamsþyngd.

Þjálfar í:

  • Kringlunni

Skoðaðu Instagram síðuna mína:

https://www.instagram.com/sigurbjorg_rh/

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar