Menntun:
Einkaþjálfaraskóli World Class

Námskeið:
Einkaþjálfun, fjarþjálfun og hópaþjálfun.

Ég er harðdugleg, samviskusöm, heiðarleg, stundvís, metnaðarfull og mjög skipulögð. Ég er glaðlynd að eðlisfari og á mjög auðvelt með öll mannleg samskipti. Ég hef mikinn metnað til að ná góðum árangri í því sem ég er að fást við hverju sinni. Ég hef tileinkað mér heilbrigðan lífsstíl og ég get hjálpað þér að gera slíkt hið sama. Tek að mér alla aldurshópa, allt frá byrjendum upp í lengra komna. Öll prógrömm eru gerð út frá ástandsmati einstaklings og sérsniðin að hverjum og einum. Ég legg áherslu á persónulega þjálfun þar sem hver og einn fær æfingarprógram með tilliti til líkamsástands og markmiða. Mér finnst skipta máli að þjálfunin sé í senn skemmtileg og krefjandi. Ég legg mikla áherslu á sjálfsstyrkingu einstaklingsins á líkama jafnt sem sál og hef mikinn metnað til að koma einstaklingnum sem næst markmiðum sínum.

Áhugamál:
Hreyfing, fjölskyldan, dans, tónlist, matargerð og sjálfsstyrking.

Uppáhalds matur:
Kótilettur í raspi ala Amma gógó.

Uppáhalds tónlist:
Ég er ansi gömul sál en hlusta á næstum allt!

Guilty pleasure:
Eyrnapinnar! En annars er ég algjör baðfíkill.

Þjálfar í:

  • Ögurhvarfi
  • Breiðholti

Kíktu á facebook síðuna mína.