Karfan þín

Menntun:

 • Náttufræðibraut við FÁ
 • Kafararéttindi
 • Hóptímakennara námskeið
 • Einkaþjálfaraskóli World Class
 • BA í sálfræði

www.TrueVikingFitness.com

Sérhæfing:

Aðal áhugasviðið mitt er bandvefurinn og stoðkerfið og allt sem tengist því. Hef því afar gaman að vinna með meiðsl og hjálpa þér að komast að stað í ræktarsalnum. Þannig að þjálfun lokinni ættir þú að vera með sjálfsöryggið til þess að mæta og njóta þess að æfa sér á báti.

Markmiðið mitt er að hjálpa einstaklingum að létta skapið sitt samhliða því að léttast eða bæta líkamsgetu og stöðu.

Ég sérhæfi mig í þér! Tíminn sem þú kaupir af mér er þinn tími. Markmiðið mitt er að hjálpa þér að líða vel í líkamanum þínum og hugsa um hann á heilbrigðan hátt og hætta að rífa þig niður og byggja þig upp í staðinn.

Ég bíð upp á:

 • Einkaþjálfun – sama hvert markmiðið er, fitness, styrkur, brennsla, afreks o.fl.
 • Hópþjálfun/paraþjálfun(max 4) – Hópþjálfun í lokuðum sal (5x eða fleiri)
 • Lífstílsráðgjöf – Næringarþjálfun/ráðgjöf – Bandvefslosun

Reynsla:

Er með 13 ára reynslu af lyftingum.

Byrjaði að einkaþjálfa í sal 2017 og hef rekið fjarþjálfunfyrirtæki í 6 ár sem hægt er að skoða á:

www.TrueVikingFitness.com Hérna má einnig finna verð og hafa samband.

2017 keppti ég í kraftlyftingum og vann þar bekkpressuna.

Hef keppt 6x í fitness/bikini-fitness og þjálfaði sjálfa mig fyrir 5 af þeim mótum og tók verðlaunasæti í þeim öllum nema 1.

Hef einnig þjálfað fjölmarga keppendur stráka og stelpur fyrir fitness mót og tel ég það vera meira afrek en að setja sjálfa mig upp á svið. Því að leiða einhvern annan í gegnum þetta er krefjandi ferli og talsvert erfiðara heldur en að eiga við sinn eigin haus.

Ég er einnig hóptímakennari og kenni ég Hot-Butt, Hot-Fit, Hot-Yoga og foam flex. En hef einnig kennt Tabata, buttlift, spinning karlaþrek o.fl. og kann því argrúa af æfingum.

Áhugamál:

Ég hef mikinn áhuga á fólki, allt sem því kemur, hvort sem það er fjölskylsan mín, barnið mitt eða einhver ókunnugur.

Góður matur fær einnig toppsæti.

En það sem mér finnst skemmtilegast er að sjá fólk ná árangri og þróast í betri útgáfur af sálfum sér, andlega og líkamlega.

Það sem veitir mér mestu ánægjuna er þegar að fólk kemur með breytt viðhorf á æfingu ef til vill í djarfari(litríkum ekki svörtum) fötum og með bros á vör og tilbúið að takast á við æfinguna, en það kemur oft eftir 1 mánuð í þjálfun.

Uppáhalds matur:

Ég hef þurft að eiga við mikið af óþolum og stoðkerfisvandamálum og er því uppáhaldsmaturinn minn einfaldlega sá matur sem lætur mér líða vel. Bæði í maganum, líkamanum og hausnum. Bólgueyðandi matur er því mitt sérfag.

Uppáhalds tónlist:

Ég segi oft að ég er alæta, en það er ekki satt. Ég get ekki þungarokk því að ég get ekki dansað við það eða sungið með því. Ég fíla tónlist með miklum bassa sem flæðir í gegnum líkamann á þér og lætur þig vilja hreyfa þig. Hröð taktföst tónlist með ljúfum undirtónum er það sem grípur mig oftast

Guilty Pleasure:

Var alltaf ís en hann fer illa í mig þannig ég ákvað að hann væri ekki þess virði. Í dag er það besta sem ég fæ bara eitthvað úr bakaríinu Brauð og Co. það er best !

Þjálfar í/á:

 • Dalshrauni
 • Laugum
 • Smáralind
 • Tjarnarvöllum
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar