Karfan þín

Menntun:

 • Lýðháskólinn Sønderborg í Danmörku.
 • Þjálfarastig 1A.1B.1C hjá ÍSÍ.-Íþrótta sambandi íslands.
 • ÍAK einkaþjálfaraskóli Keilis. (ólokið)

Réttindi:

 • IFBB dómari á Íslandi

Reynsla:

 • Einkaþjálfari til 7 ára
 • Frjálsíþróttaþjálfari í meira en 10 ár.
 • Keppt í fitness - 2 sæti.
 • Íslands- og bikarmeistari í ýmsum greinum í frjálsum íþróttum auka annara titla og meta sem enn standa í dag. 
 • 8 sæti í 100m hlaupi og 12 sæti í 200m hlaupi HM unglinga í frjálsum íþróttum.

Námskeið:

 • Dagsnámskeið í hnébeygjum hjá meistaranum Dietmar Wolf
 • Skyndihjálp 1A

Sérhæfing:

 • Kenna rétta líkamsbeitingu svo stuðla megi að minnkun meiðsla. 
 • Vinna með einstaklingum sem glíma við axlar- og bakmeiðsli. 
 • Einkaþjálfun
 • Hópaþjálfun
 • Styrktarþjálfun
 • Keppnisþjálfun
 • Fjarþjálfun

Markmið:

Heilsan er okkur mjög mikilvæg. Með andlega heilsu, góða hreyfingu og heilbrigt matarræði er ávísun á betri lífsgæði. Líkamsstaða og líkamsbeiting er mér hugleikin enda skiptir hún miklu máli þegar kemur að betri vellíðan og bættri heilsu . Með ofantalin markmið að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir í að verða besta útgáfan af okkur sjálfum.

Áhugamál: 

Íþróttir eru efst í huga, enda alltaf á hlaupum þegar ég var yngri. Stundaði mikið frjálsar íþróttir og vann þar mörg afrek. Auk þess hef ég mikinn áhuga á öllum sannsögulegum myndum, það má segja að ég sé heltekin að vissu leyti, en það má.

Uppáhalds matur:

Það er fátt sem toppar gott kjöt (naut, lamb) með sósu, steiktu grænmeti og frönskum. Og auðvitað smá rauðvín með.

Guilty pleasure:  

Nammibarinn og pizza klikkar ekki, annars er ég líka veikur fyrir góðu rauðvíni og Netflix. 

Uppáhalds tónlist:

Elvis Presley er minn maður. Annars hlusta ég á allt, fer bara eftir stemmningunni hverju sinni.

Þjálfar í:

 • Egilshöll
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar