Karfan þín

Menntun: 

  • Stúdentspróf í félagsvísindum
  • Einkaþjálfaraskóli World Class 2019
  • Stunda nám við Háskólan á Akureyri - B.A í sálfræði (ólokið)

Sérhæfing: 

Ég hef mikin áhuga á að hjálpa fólki, markmið mitt er að hjálpa einstaklingum að öðlast bættan lífsstíl sama hvort það sé að léttast, styrkjast, bæta þolið eða auka liðleika. Legg áherslu á að þér líði vel og hafir gaman á meðan ég sýni stuðning og hvet þig áfram, tek að mér byrjendur jafnt sem lengra komna.

Tek að mér

  • Einkaþjálfun
  • Hópþjálfun (2-4 saman)
  • Fjarþjálfun
  • Stakar mælingar

Reynsla: 

Ég hef 10 ára reynslu í lyftingarsalnum. Ég hef keppt 4 sinnum í bikini fitness bæði á innlendum og erlendum mótum og tvisvar lent í verðlaunasæti. Að keppa á svona móti kennir manni gífurlega mikið um vöðvauppbyggingu, næringu, aga og það mikilvægasta af öllu andlega heilsu. Ég tel andlega heilsu vera jafn mikilvæga og líkamlega heilsu, því legg ég jafna áherslu á bæði.

Áhugamál: 

Stærsta áhugamálið er að ferðast hvort sem það er á Íslandi eða til annara landa. Ég hef gaman að öllu sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl, hef gaman að því að teikna, mála, dansa, syngja og auðvitað eyða tíma með fjölskyldu og vinum.

Uppáhalds matur: 

Góð steik eða sushi.

Uppáhalds tónlist: 

Ég hlusta á allt nema death metal, kýs helst eitthvað sem ég get dansað við eða sungið með.

Guilty pleasure: 

Bíltúr með góðum vinum og góðri tónlist og Draumurinn á huppu

Þjálfar í/á:

  • Breiðholt
  • Ögurhvarf
  • Kringlu
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar