Karfan þín

Menntun: 

 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 2011
 • BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2016

Námskeið:

 • Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum: Klínískt námskeið í skoðun og meðferð hryggjar og aðlægra svæða
 • Greining, úrræði og æfingameðferð fyrir mjóhrygg, brjósthrygg, háls og axlagrind undir handleiðslu Dr. Hörpu Helgadóttur
 • Regluleg námskeið í skyndihjálp og björgun í laug

Sérhæfing: 

Þjálfun kvenna á meðgöngu og eftir meðgöngu.

Mömmuþjálfun (hópeinkaþjálfun)

Námskeið hannað af sjúkraþjálfurum og mömmum fyrir aðrar mömmur sem vilja komast í betri tengingu við líkama sinn og byggja upp góðan líkamlegan grunn eftir fæðingu. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru verkjalausar og þeim sem eru með stoðkerfisverki.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á:

 • Að þú náir góðri tengingu við djúpvöðvakerfið, þ.e. grindarbotninn, djúpu kvið- og bakvöðvana og þindina.
 • Að þú fáir aðstoð við að setja saman rútínu af teygjuæfingum og mjúkvefjalosunum sérsniðnum að þínum þörfum.
 • Að þú getir viðhaldið spennu í djúpvöðvakerfinu á meðan þú framkvæmir aðrar styrktaræfingar.
 • Alhliða líkamsþjálfun með sérstakri áherslu á styrkingu vöðva á mjaðmagrindarsvæði.
 • Að þú lærir að slaka á líkamanum.
 • Einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar ef þörf er á við æfingar.

Námskeiðið er kennt tvisvar sinnum í viku, í 6 vikur. Kennt er í litlum hópum, að hámarki 12 saman í hóp, í lokuðum sal. Gert er ráð fyrir að mömmur mæti án barna á námskeiðið og að a.m.k. 12 vikur séu frá fæðingu.

Verð: 19.900

Tek einnig að mér einkaþjálfun (einstaklingar eða smærri hópar 2-4 saman) fyrir fólk með stoðkerfisvandamál af einhverju tagi, dansara og mæður (hvort sem það eru verðandi, nýbakaðar eða lengra liðið frá fæðingu).

Reynsla: 

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari í Heilsuborg frá 2016-

Hóptímakennari hjá Heilsuborg 2016-

Kennari í bakleikfimi og vatnsleikfimi hjá Breiðu Bökunum ehf 2015-

Ballettkennsla fyrir börn, unglinga og fullorðna á ýmsum stöðum frá 2012


Áhugamál: 
allt sem við kemur mannslíkamanum og hreyfingu, uppeldi, förðun, ferðalög og góður matur. Svo prjóna ég mikið, það er mitt yoga!

Uppáhalds matur: folaldalund með sítrónuolíu, grófu salti og parmesan að hætti pabba

Uppáhalds tónlist: 
allt sem hægt er að dansa við eða syngja með! Þessa stundina er reggaeton og íslenskt rapp mest áberandi á ræktarplaylistanum. 

Guilty pleasure: gamla góða bland í poka og pepsi max. Yfir fyrirsjáanlegri rómantískri gamanmynd á Netflix.

Þjálfar í:

 • Árbæ
 • Breiðholti
 • Egilshöll
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar