Karfan þín

Að byrja að stunda líkamsrækt getur verið erfitt skref, sérstaklega eftir langa fjarveru, áföll og þegar heilsan er ekki upp á sitt besta. Inga aðstoðar þig við að ná þínum markmiðum auk betri heilsu með breyttu hugarfari og réttri hreyfingu við þitt hæfi. Við eigum einungis einn líkama og þurfum að koma fram við hann af virðingu. 

Menntun 

  • Stúdent af íþrótta- og listasviði FB árið 1999 
  • Einkaþjálfaranám ISSA árið 2001 
  • Life fitness einkaþjálfarapróf árið 2001 
  • Lögreglunám árið 2004 
  • Alþjóðleg kennararéttindi BMW motorrad við akstur þungra offroad bifhjóla árið 2017 

Námskeið 

Inga hefur setið fjöldan allan af námskeiðum tengdum heilsu, næringu, streitu,líkamsbeitingu og endurhæfingu eftir slys og veikindi. 

Sérhæfing 

Inga sérhæfir sig í allri almennri líkamsþjálfun og leggur mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga. Hún hefur næmt auga fyrir minnstu smáatriðum og hefur til að mynda hjálpað mörgum einstaklingum að takast á við heilsubresti eftir slys og önnur áföll. Inga leiðbeinir einnig um mataræði og fer yfir ólíka þætti hvernig matur og drykkur hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Inga leggur ríka áherslu á að líkamsrækt sé lífstíll en ekki skyndilausn. 

Reynsla 

Inga hefur yfir 25 ára reynslu af líkamsrækt, en árið 1994 steig hún fyrst inn á líkamsræktarstöð sem var byrjunin á þessu langa, stórkostlega ferðalagi. Inga kemur að nýju til starfa hjá World Class eftir 10 ára fjarveru, en frá árinu 2001 til 2009 starfaði Inga sem einka- og hópaþjálfari hjá World Class. 

Inga hefur viðtæka reynslu af þjálfun og keppni. Hún er sjálf mikil keppnismanneskja, hefur meðal annars keppt á bifhjólum erlendis, á fitness mótum, í skotfimi, í badmintoni, á skíðum og í þolfimi.

Áhugamál 

Heilsa, líkamsrækt, bifhjólaakstur um hálendið, ferðalög, skotveiði, myndlist, snjóbretti og skíði. 

Uppáhalds matur 

Finnst allur matur góður nema gráðostur, beikon og pepperoni. 

Guilty pleasure 

Ís með heitri sósu,

Þjálfar í 

  • Laugum
  • Egilshöll
  • og eftir samkomulagi

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar