Karfan þín

Menntun: 

  • BSc Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík (2017)
  • MSc Finance frá Queen Mary University of London (2018)
  • Alþjóðleg einkaþjálfararéttindi frá Intensive PT (2020)

Sérhæfing: 

  • Absolute Training hópeinkaþjálfun

Ég er með hópeinkaþjálfunar námskeið undir nafninu Absolute Training í World Class Breiðholti. Allir tímar á þessu námskeiði eru 60 mínútur en það sem er einkennandi fyrir Absolute Training er að fyrstu 15 mínútur tímans fara í andlega þjálfun. Skráning og upplýsingar eru á absolutetraining.is

Einkaþjálfun
Ég get aðstoðað byrjendur jafnt sem lengra komna í að finna veginn í áttina að heilbrigðara líferni og öðlast betra sjálfstraust í tækjasalnum. Sjálf hef ég mikla persónulega reynslu af vandamálum og meiðslum í baki og er því með góðan reynslubanka yfir það hvernig hægt er að æfa í kringum meiðsli og vinna í því að draga úr verkjum.

Reynsla: 
Frá því ég man eftir mér hef ég prufað allskyns hópíþróttir en lengst af hef ég stundað blak. 

Árið 2013 byrjaði ég í Crossfit sem kveikti síðan áhugann minn á almennum lyftingum og líkamsrækt sem ég hef stundað í bland við Crossfit síðan þá. Ásamt því hef ég farið í mikla sjálfsvinnu bæði líkamlega og andlega og hef því mikinn skilning á því hversu mikilvægt það er að samtvinna þessa þætti.

Áhugamál: 
Helstu áhugamálin mín eru blak og allt sem tengist fróðleik um líkamsrækt og mataræði en svo finnst mér líka ótrúlega skemmtilegt að slaka á yfir góðri mynd eða þáttum og prjóna.

Uppáhalds matur: 
Mömmu lasagna

Uppáhalds tónlist: 
Ég er svona að mestu leiti algjör alæta á tónlist. Það fer því algjörlega eftir stað og stund hverju sinni hvaða tónlist er í uppáhaldi.

Guilty pleasure: 
Bragðarefur með gamla ísnum 

Þjálfar í:

  • Smáralind
  • Breiðholti
  • Ögurhvarfi
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar