Karfan þín

Menntun: 

  • Einkaþjálfarskóli World Class
  • IAK Einkaþjálfari (Keilir)
  • IAK Íþróttaþjálfari (Keilir)
  • Spinning námskeið

Sérhæfing: Almenn styrktarþjálfun, líkamsmótun, fitubrennsla, næring einstaklinga í þjálfun. Stoðkerfisvandamál og líkamsstöðugreiningar.

Hef unnið sem Rehab (Enduhæfingar) þjálfari og það er mitt sérsvið. Hef unnið við stoðkerfisvandmál og meiðsli með íþróttafólki og einstaklingum. Hef unnið í samstarfi við sjúkraþjálfara.

Tækni við líkamsbeitingu í lyftingum og æfingum. Ólympískar lyftingar. Hraðaþjálfun og hvernig best er að ná sem mestum hraða útúr tækni og beitingu.


Reynsla: 
Hef verið starfandi einkaþjálfari í 11 ár. Unnið sem sjálfstætt starfandi á Akranesi og Írlandi.

Vann sem afreksþjálfari fyrir Íþróttabandalags Akraness í 4 ár. Hélt utan um þrek og tækniþjálfun með knattspyrnu, körfubolta og sundi. Var styrktarþjálfari í 7 ár með Ingu Elínu Cryer margföldum Íslandsmeistar í sundi. Einnig var ég að vinna sem aðstoðaþjálfari 3. og 4. flokks karla í knattspyrnu hjá ÍA.

Vann hjá Latabæ í 3 ár. Hélt utan um íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Svokallaður íþróttaálfur Akraness og Borgarness.

Starfaði sem æskulýðs- og tómstundamálafulltrúi í 3 ár.

Vann hjá Virk sem einkaþjálfari. Vann þá með fólki með andlega sjúkdóma. Líkamsrækt bætir andlega líðan. Líf mitt er heilsa, næring og líkamsrækt. Hef áhuga á öllum íþróttum og æft þær flestar með góðum árangri.

Áhugamál: Allt sem tengist heilsu og næringu. Veiði og lífið sjálft.

Uppáhalds matur: Kjúklingur og nautakjöt

Uppáhalds tónlist: Er alæta á tónlist

Guilty pleasure: Pizza og Ís

Þjálfar í/á:

  • Árbær
  • Breiðholt
  • Egilshöll
  • Laugar
  • Ögurhvarf