Karfan þín

Menntun: 

 • MEd Heilsu- og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík 2017
 • BSc Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015

Námskeið

 • Kennsluréttindi Trigger Point Pilates 2015
 • Kennsluréttindi Les Mills Grit 2015
 • Skyndihjálp
 • Björgun í vatni
 • Einkaþjálfaraskóli World Class 2007
 • Næringar- og þjálfunarfyrirlestur hjá Nathan Harewood
 • Ýmsir fyrirlestrar tengdir hreyfingu og næringu

Sérhæfing: 

Ég tek að mér konur og karla, byrjendur sem og lengra komna og legg mikið upp úr fræðslu, hvatningu og stuðning.

Sérhæfing mín er þjálfun kvenna sem vilja öðlast bættan lífstíl, hvort sem markmiðið er að léttast, þyngjast, auka úthald eða styrk eða bara líða betur. Markmið mitt sem þjálfara er að kenna fólki leiðir til að gera hreyfingu og góðar næringarvenjur að lífstíl.

Hjá mér færðu alhliða þjálfun sem miðar að því að auka styrk, úthald og liðleika.

Reynsla: 

Margra ára reynsla af þjálfun í sal auk þess sem ég hef verið með fyrirtækja-, fjar- og hóptímaþjálfun. Hef einnig tekið að mér þjálfun hópa, t.d. styrktarþjálfun 3.fl knattspyrnu, eldri borgara, útiþrek o.fl.

Er margfaldur Íslands- og bikarmeistari kvenna í fitness auk þess sem ég hef náð góðum árangri á keppnum erlendis.

Áhugamál: 

Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem tengist því að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Ég elska að ferðast og prufa nýja hluti og verja tíma með strákunum mínum.

Uppáhalds tónlist: 

Engin sérstök uppáhalds tónlist, á listanum mínum er tónlist úr öllum flokkum frá ýmsum tímabilum.

Guilty pleasure: 

Svartur doritos og sýrður rjómi, kaupi það bara þegar ég er ein heima því það fer fátt meira í taugarnar á mér en að þurfa að deila sýrða rjómanum með öðrum :D 

Þjálfar í:

 • Ögurhvarfi
 • Laugum
 • Egilshöll
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar