Karfan þín

Menntun: 

  • 200 RYT Yoga Teacher Certification, Rishikesh Yog Peeth, Indland 2012
  • 300 RYT og 500 RYT Yoga Therapist Certification, Association of Yoga and Meditation, Indland 2012
  • Indian Yogic Massage, Indian Accupressure og Reflexology, Bharat Heritage Services, Indland 2012
  • Skíða og snjóbretta kennara réttindi, Ski Instructor Academy, Austuríki 2013
  • Kennsluréttindi í kínverskum bardagalistum (Tai Chi, Shaolin Kung Fu), Shaolin Martial Arts Academy, Kína 2014
  • Chinese Deep Tissue Massage, Chinese Accupressure Massage, Dr. Chen Personal Practice, Kína 2014
  • A.T. Grunnnámskeið í anatómískri vöðvavirkni, Simmons Rehab and Wellness, Bandaríkin 2015

Sérhæfing: 

Ég sérhæfi mig í leiðréttingu á röngum hreyfiferlum og réttri anatómískri beitingu liðamóta og vöðvahópa. Ég hef mikið unnið með meiðsli hjá mínum kúnnum og þá helst bak, axla, hnjá og mjaðmameiðsli. Ég hef einnig verið að þjálfa afreksíþróttafólk til þess að lagfæra þá misræmingu sem verður til við þrotlausar æfingar án þekkingu á réttri líkamsbeitingu. Sérhæfing mín felst í þeirri miklu þekkingu sem ég bý yfir og hæfileika við að greina og styrkja þá þætti sem vantar upp á við notkun líkamans.


Reynsla: 

2012 – Bandaríkin, kenndi jóga í Columbus, Ohio. Fyrsta starf mitt sem jógakennari.
2013 – Ísland, kenndi jóga í World Class laugum.
2014 – Austuríki, skíða, snjóbretta og jóga kennsla á meðan ég bjó í Seefeld.
2014 – Kína, fyrsta Body Alignment námskeiðið mitt ásamt því að vera aðstoðar kennari við Shaolin klaustrið í kínverskum bardagalistum.
2014 – Ísland, Body Alignment námskeiðið í World Class Laugum og í Átaki á Akureyri.
2015 – Austuríki, kenndi á skíði og snjóbretti í Sölden.
2015 – Bandaríkin, hóf formlega störf sem einkaþjálfari í New Albany, Ohio.
2015 – Bandaríkin, kenndi Tibetan Rites námskeið í Columbus, Ohio.
2016 – Bandaríkin, kenndi Hatha jóga og Body Alignment námskeiðið í Dublin, Ohio.
2016 – Ísland, kenndi líkamsbeitingar tíma í Sólir.
2016 – Ísland, einkaþjálfun og einkatímar.
2016 – Ísland, kenndi líkamsbeitingar námskeið á leikskólum FS.
2017 – Ísland, kenndi Hatha jóga og líkamsbeitingu í Sólir.
2017 – Ísland, hélt áfram með líkamsbeitingar námskeið fyrir leikskólakennara FS.
2017 – Ísland, hóf störf sem einkaþjálfari í World Class.

Áhugamál: 

Hreyfing, heilsurækt og stjörnuspeki hvað helst. Ég starfa nefnilega einnig við það að lesa stjörnukort hjá einstaklingum en stjörnuspeki hefur átt hug minn allan eftir að ég fékk minn fyrsta lestur sjálfur. Það, sem og kennslan/einkaþjálfunin, eru störf sem ég fæ að starfa við það sem ég elska mest, þvílík lánsemi! Ég elska að leika mér á skíðum og snjóbretti. Ég les mikið og hef gífurlega mikinn áhuga á sálfræði og vexti hvers og eins til þess að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Útivera af öllu tagi nærir mig svo mest, sem og sjósund og ferðalög um landið eða út fyrir landssteinana.

Uppáhalds matur: 

Pizza! Heimagerð alla föstudaga, þá fær maður að gera hana að einhverri algjörri fantasíu.


Uppáhalds tónlist: 

Ef það er út að skemmta sér þá toppar ekkert Drum&Base tónleika en annars er það bara góðar melódíur af öllu tagi. Ef laglínan er ljúf og hjartnæm þá talar hún til mín.


Guilty pleasure: 

Á maður nokkuð að skammast sín fyrir nokkuð? Ef maður er sekur um eitthvað þá gerði maður víst eitthvað rangt. Ég er stolltur af því að fíla Celine Dion og kaupa mér nammipoka á laugardögum.

 

Þjálfar í/á:

  • Laugum
  • Seltjarnarnesi
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar