Karfan þín

Menntun og námskeið:
SCUBA Dive Master 2006
BS gráða í matvæla- og næringarfræði frá Háskóla Íslands 2010
Wim Hof kuldaþjálfun og öndunartækni 2019
200 tíma jógakennaranám viðurkennt af Yoga Alliance 2019 AIDA
fríköfun II stig 2020
Einkaþjálfaraskóli World Class 2021
Ýmis styttri námskeið og fyrirlestrar

Býð upp á:
Einkaþjálfun
Hópþjálfun
Öndunartækni
Hugleiðslutækni
Kvíðastjórnun
Svefnráðgjöf
Heilsufarsmælingar
Allskonar fróðleik um hvernig hámarka má andlega & líkamlega vellíðan

Reynsla:
Lærði og kenndi köfun yfir 3 mánaða tímabil í Thailandi árið 2006.
Tók þátt í módel fitness 2018 og vann í mínum flokki 35+.
Lærði næringarfræði við Háskóla Íslands og hef bætt við þekkingu mína æ síðan.
Vann mig úr sykurfíkn og þekki leiðina úr þesskonar vítahring og í að næra líkamann í kærleik og jafnvægi.
Hef haldið nokkur jóganámskeið.

Ég legg áherslu á heildræna styrktarþjálfun með það að markmiði að auka bæði andlegan og líkamlegan styrk og tileinka sér varanlegar lífsstílsbreytingar. Þjálfunin hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum, á öllum stigum lífsins.

Ég elska að ná til fólks og hjálpa þeim að ná árangri í sínum lífsverkefnum.

 

Kennsla getur farið fram á bæði íslensku og ensku.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar