Karfan þín

MENNTUN: 
2023: er í starfsnámi hjá Nuddskóla Íslands, útskrifast vorið 2024
2021: Einkaþjálfaraskóli World Class
2017: AIDA fríköfun II stig
2017: 200 tíma jógakennaranám viðurkennt af Yoga Alliance 
2017: Wim Hof kuldaþjálfun og öndunartækni
2010: BS gráða í matvæla- og næringarfræði HÍ
2006: SCUBA réttindi sem köfunarleiðbeinandi

REYNSLA:
2018: Fyrsta sæti IFBB Módel Fitness flokkur 35+

Vann mig úr sykurfíkn og þróaði með mér varanlega heilbrigt samband við mataræði. 

Læknaði mig af krónískum verk í mjóbaki með aukinni áherslu á teygjur og liðkun.

SÉRHÆFING:
Heildræn einka- & hópþjálfun 
Styrktarþjálfun
Líkamsmótun
Efling líkamsfærni- & greindar
Öndunartækni: eykur einbeitingu, virkjar taugakerfið og eykur ró.
Aukning liðkunar og hreyfigetu sem skilar sér í: hærra sársaukaþoli, auknum árangri í lyftingum, betri líkamsstöðu, auknu jafnvægi & einbeitingu

Við ljúkum æfingunni á teygjum þar sem ég tek á vöðvum og ýti á punkta sem róa taugakerfið og dýpka slökun.

FRÆÐSLA / KYNNING / RÁÐGJÖF:
Áhrif reglubundinnar föstu og samsetningu mataræðis á orkustig okkar, hormónastarfsemi, endurnýjun líkamans á gömlum/úr sér gengnum frumum (e. Autophagy) og getu lifur til að hreinsa eitur- & úrgangsefni úr blóðrásinni, þar á meðal umfram fitufrumum sem líkaminn þarf ekki á að halda.
Teygjur og áhrif þeirra sársaukaþol okkar, bólgusvar líkamans og líkamsvitund 
Næringarfræði
Svefn, hvíld (Non-Sleep Deep Rest (NSDR)), Hugleiðsla
Hitaþjálfun og áhrif hennar á vöðvauppbyggingu
Kuldaþjálfun og áhrif hennar á sársaukaþol okkar, bólgusvar líkamans og fituvef.

Ég legg áherslu á að þjálfun & mataræði séu skemmtilegar og krefjandi lífsstílsbreytingar en ekki átak með tilheyrandi sveiflum upp og niður í þyngd og líðan.

Held reglulega jóga- öndunartækni- & hreyfigetunámskeið.

ÞJÁLFA Í: Smáralind og Breiðholti

Þjálfunin getur farið fram á bæði íslensku og ensku.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar