Karfan þín

Menntun: 

  • BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2016

Námskeið:

2017 - Revolution Running
Leiðbeinandi: Jason Karp

2018- Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum
Leiðbeinendur: Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, Harpa Helgadóttir, Gunnar Svanbergsson og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar

Sérhæfing: 

Mömmuþjálfun (hópeinkaþjálfun)
Þrið-fim kl. 6:15-7:15 í Egilshöll, 6 vikur í senn.

Námskeið hannað af sjúkraþjálfurum og mömmum fyrir aðrar mömmur sem vilja komast í betri tengingu við líkama sinn og byggja upp góðan líkamlegan grunn eftir fæðingu. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru verkjalausar og þeim sem eru með stoðkerfisverki.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á:

  • Að þú náir góðri tengingu við djúpvöðvakerfið, þ.e. grindarbotninn, djúpu kvið- og bakvöðvana og þ
  • Að þú fáir aðstoð við að setja saman rútínu af teygjuæfingum og mjúkvefjalosunum sérsniðnum að þínum þörfum.
  • Að þú getir viðhaldið spennu í djúpvöðvakerfinu á meðan þú framkvæmir aðrar styrktaræ
  • Alhliða líkamsþjálfun með sérstakri áherslu á styrkingu vöðva á mjaðmagrindarsvæð
  • Að þú lærir að slaka á líkamanum.
  • Einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar ef þörf er á við æfingar.

Kennt er í litlum hópum, að hámarki 12 saman í hóp, í lokuðum sal. Gert er ráð fyrir að mömmur mæti án barna á námskeiðið og að a.m.k. 12 vikur séu frá fæðingu.

Verð: 19.900.-

Áhugamál: 

Ég hef mikinn áhuga á hreyfingu, næringu, andlegri heilsu, uppeldi og í raun flestu sem kemur að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Ég elska að vera úti í náttúrunni og eyði miklum tíma úti að leika með litla stráknum mínum.

Uppáhalds matur: 

Laxasalat með sætum kartöflum, avókadó, tómötum, granatepli og jógúrtsósu.

Uppáhalds tónlist: Bon Iver er líklega mest spilaða bandið í gegnum tíðina en annars hlusta ég á flest - popp, indie, R&B, hip hop, tropical house.

Guilty pleasure: Að horfa á rómantískar B-myndir.

Þjálfar í/á:

  • Egilshöll
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar