Karfan þín

Sigurgeir Heiðarsson

Sigurgeir Heiðarsson hefur 14 ára reynslu af Brasilísku Jiu Jitsu. Hann hefur ferðast víða um heiminn og bæði æft og kennt BJJ í ferðalögum sínum. Í Tælandi og Filippseyjum hefur hann æft með og kennt atvinnumönnum í MMA og fyrrum UFC bardagamönnum, meðal annars Will Chope, Dave Bangguigi og Jenel Lausa

Sigurgeir hefur nælt sér í þónokkur bronsverðlaun í gegnum árin aðallega á Mjölnir Open mótunum hér innanlands. Hann sigraði “Superfight” í Filippseyjum gegn Jerry Legaspi á Chavede Braco mótinu árið 2019.

Auk þess að æfa Brasilískt Jiu Jitsu þá hefur Sigurgeir æft kickbox, Muay Thai og MMA í gegnum árin.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar