Karfan þín

Boxing Academy

Hnefaleikar fyrir alla á leiðandi verði í öruggu umhverfi undir handleiðslu fagmanna.

World Class Boxing Academy

Nýverið gengu World Class og Hnefaleikafélag Reykjavíkur í samstarf og farið var beint í endurbætur og uppsetningu á glænýju húsnæði hjá Kringlunni á efri hæðinni þar sem WorldFit er til húsa og er auðvelt er að segja að það sé allt til alls og nóg pláss.

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval tíma. En þeir eru Krakkabox fyrir 8-11ára, Unglingabox fyrri 12-17 ára (Grunnnámskeiði og Framhaldstíma), Box fyrir 17 ára og eldri (Grunn og Framhaldstíma) og Keppnishópa.

Einnig er boðið upp á svokallaða Boxing Conditioning og BoxFit en þeir tímar eru einu tímarnir sem krefjast engrar tæknikunnáttu og óþarft að klára grunnnámskeið til að taka þátt í. Þegar húsið er opið og engir tímar í gangi í töflu er frjálst að mæta og taka æfingu í aðstöðunni en mikil áhersla er lögð á að reglum sé fylgt.

Kennt er eftir miklu og góðu agakerfi sem hefur reynst mjög vel hjá þjálfurum undanfarin ár og skilað miklum árangri en markmið þjálfunarinnar er mikil blanda þess að móta sterka boxara en á sama tíma byggja upp sterka einstaklinga. Mikil áhersla er á öryggi og allt á æfingum framkvæmt undir miklu eftirliti.

Gerast meðlimur
 

Box Grunnnámskeið

í þessu námskeiði er farið ítarlega yfir öll helstu grunnatriði hnefaleika: rétt vörn, fótavinna og hvernig á að kýla rétt.

Sjá næsta námskeið
 

Verðskrá

Gerast meðlimur

Öllum er velkomið að koma í prufutíma.

Framhaldstímar

17 ára og eldri

Í þessum tímum er farið dýpra í tækniatriði í ólympískum hnefaleikum en allir sem mæta í þessa tíma verða að hafa lokið grunnnámskeiði í hnefaleikum þar sem að farið er skrefi lengra en í grunnnámskeiðum í bland við enn flóknari tækniatriði í greininni en mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda. Þessir tímar eru mjög góður grunnur til að undirbúa iðkendur í að mæta til æfinga með keppnishóp kjósi þeir að gera það þegar þeir hafa náð nægri tæknilegri kunnáttu að mati þjálfara.

Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf, vafningar og höfuðhlíf.

Keppnishópur í hnefaleikum

17 ára og eldri

Þessi hópur æfir með framhaldshóp mánudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 17:15-18:30 en æfir svo sér aukalega á þriðjudögum og fimtudögum milli 17-19. Í þessum tímum geta þeir mætt sem eru í keppnisliði Hnefaleikafélags Reykjavíkur og/eða þeir sem hafa fengið boð frá þjálfurum félagsins um að mæta en í þessum tímum er tæknikennsla og ákefð tekin á hæsta stig með það einungis að markmiði að gera keppendur eins tilbúna og hægt er til keppna í Ólympískum hnefaleikum.

Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf, vafningar og höfuðhlíf.

Boxing Conditioning

Opinn öllum í Boxing Academy

Kennt 3x í viku mán-mið-fös klukkan 6:10-7:00, þessir tímar eru opnir öllum sem eru með aðgang í World Class Boxing Academy og þarf ekki að hafa lokið grunnnámskeiði af nokkur tagi til að taka þátt. Í tímunum er lagt mikla áherslu á að hámarks þreki til hnefaleikaiðkunar í bland við allkyns skemtilegar þrekæfingar sem reyna á allan líkamann.

Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxhanskar og vafningar. Hægt er að fá lánaða hanska á staðnum en þó er mælt með að iðkendur eigi sína eigin.

 

BoxFit

Opinn öllum í Boxing Academy

Í tímunum er blandað saman einföldustu höggunum í boxi og fjölbreyttum, skemtilegum og krefjandi æfingum í bland með möguleika á að gera einfaldari eða flóknari útgáfur af æfingum hverju sinni. BoxFit hentar öllum óháð aldri og reynslu í líkamsrækt og geta allir meðlimir WCBA mætt og tekið þrusu æfingu og labbað sáttir út! Tímarnir hafa verið mjög vinsælir og stefnan sett á að vera með mikið úrval af BoxFit tímasetningum í töflu, allt inni í sama meðlimagjaldinu!

Gerast meðlimur

Þjálfarar

Þjálfarateymi Hnefaleikafélags Reykajvíkur sér alfarið um þjálfun í öllum tímum hjá World Class Boxing Academy með Davíð Rúnar yfirþjálfara í fararbroddi en hann er einn reyndasti hnefaleikakennari landsins með yfir 17 ára reynslu úr greininni bæði sem keppandi og kennari. Þórarinn Hjartarson er aðstoðaryfirþjálfari en hann er með meira en áratuga reynslu úr greininni með góðum árangri. Markmið þjálfaranna er einfalt, að bjóða alla velkomna til að læra hnefaleika óháð tæknikunnáttu og á sama tíma stækka keppnisliðið enn meir en Hnefaleikafélag Reykjavíkur er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og er meðal annars með 10 af 16 landsliðssætum í nýjasta landsliðshópnum sem tilkynntur var á dögunum.

 

Unglingabox

12-17 ára

í þessum tímum er farið yfir öll helstu grunnatriðin í hnefaleikum : rétt vörn, fótavinnu og hvernig á að kýla rétt. Kennt er sérstaklega út frá svokölluðu „Diploma“ kerfi en þar er alfarið unnið út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi iðkenda. Iðkendur með engan grunn ljúka 10 vikna grunnnámskeiði áður en þeir fara í framhaldshópinn. Mikið er lagt upp úr því að iðkendur fylgi ströngu aga og reglukerfi sem þjálfararnir okkar hafa mótað í gegnum margra ára reynslu með mjög góðum árangri.

Búnaður sem að þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf og vafningar. Í grunnnámskeiði geta iðkendur fengið lánaða hanska.

Sjá næsta grunnnámskeið
 

Krakkabox

8-11 ára

í þessu námskeiði er mikið lagt upp með að krakkarnir hafi gaman og læri samhæfingu á sama tíma og þau fá grunnkennslu í helstu atriðum hnefaleika með mikla áherslu á öryggi iðkenda. Við leggjum mikið upp með strangt agakerfi á sama tíma og iðkendurnir koma til að skemta sér og læra grunnatriði hnefaleika.

Hafið samband fyrir upplýsingar um laus pláss á námskeiðum í gangi.

Búnaður sem að þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxhanskar og vafningar.

Sjá næsta námskeið

Frístundastyrkur

Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort að vera í 3 mánuði eða lengra tímabil (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði).

Hafnarfjörður – versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.

Önnur bæjarfélög greiða hér

Eru eitthverjir tímar sem þarf ekki að ljúka grunnnámskeiði til að mæta í?

Boxing Conditioning sem er á morgnanna klukkan 6:10-7 mánudaga-miðvikudaga-föstudaga er opið öllum meðlimum WCBA og er óháð tæknikunnáttu, en þeir tímar miða að almennu þreki fyrir hnefaleikafólk. Eins munu BOXFIT tímar koma inn í töflu á næstu vikum en þeir voru í Laugum í 4 ár og voru mjög vinsælir en þeir verða líka opnir öllum meðlimum WCBA en þeir tímar eru meira í áttina að því sem þekkist kannski meira sem svona brennslubox í bland við almennar þrekæfingar en þeir tímar verða seinnipartinn og henta öllum.

 

Hverjir þjálfa tímana?

Þjálfarateymi Hnefaleikafélags Reykjavíkur sér um alla þjálfun en félagið er sigursælasta hnefaleikafélag á Íslandi en þjálfarnir búa yfir mikilli alþjóðlegri reynslu og þeim innan handar verða einnig landsliðsfólk bæði á unglinga og fullorðins stigi og því óhætt að segja að þjálfunin sé með allra besta móti.

 

Ég er foreldri með ungling/barn og er smá hræddur/hrædd um öryggi barnsins míns í hnefaleikum, hvaða ítarlegri upplýsingar get ég fengið?

Við sem þjálfarar erum full meðvitaðir um að hnefaleikar eru bardagaíþrótt og að þar er verið að kenna högg, varnir og fótavinnu ásamt svo mörgu öðru, á sama tíma vekjum við athygli á því að það er enginn iðkandi á neinn hátt skyldugur til að taka þátt í neinum hluta æfingar sem krefst högga í átt að viðkomandi kjósi hann að sleppa því og er því sýndur fullur skilningur og fundið annað að vinna í á þeirri æfingu fyrir þann iðkanda. Einnig bendum við á að í yngri hópunum (undir 17 ára) er kennt eftir svokölluðu „Diploma“ kerfi en þar er kennt alfarið eftir tækni þar sem markmiðið er að fá sem hæsta einkunn i keppnum útfrá tæknikunnáttu og bannað að kýla fast, ofan á það þá er það alls ekki skylda til iðkanda á neinn hátt að eiga að keppa vilji hann það ekki og því sýndur fullur skilningur, margir æfa í mörg ár án þess að keppa nokkurn tímann og það er alveg jafn velkomið.

 

Ég hef æft box lengi og langar að keppa, hvernig veit ég hvort ég megi mæta á keppnisæfingar?

Þú mætir fyrst í framhaldsboxtímana og ræðir þar við þjálfara og þeir meta stöðuna með þér. Í kjölfarið er síðan skoðað hvort að þú getir mætt strax í þá tíma með keppnisliðinu eða þá mætt í framhaldstímana aðeins lengur.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar