BÓKA Meðferðir
Laugar Spa Royal Green
Í þessari andlitsmeðferð er unnið með Laugar Spa vörulínuna sem er 100% lífræn og án allra kemískra efna. Meðferðin er sérhönnuð fyrir allar húðgerðir. Hún stuðlar að heilbrigði húðar og gefur húðinni góða næringu, mikinn ljóma og endurlífgun.
BÓKA MEÐFERÐÁvaxtasýrumeðferð
Notaðar eru ávaxtasýrur sem örva frumuendurnýjun og endurnýjar því áferð húðarinnar. Árangurinn er meiri raki, fínar línur minnka og húðin verður áferðafallegri og mýkri.
BÓKA MEÐFERÐAndlits -og höfuðmeðferð
Þessi meðferð er blanda af yndislegu andlits og höfuðnuddi. Húðin er yfirborðshreinsuð og svo 20 mín herða, andlits og höfuðnuddi. Árangurinn er vellíðan og húðin vel nærð.
BÓKA MEÐFERÐSúkkulaðiandlitsbað
Sætt og ljúffengt andlitsbað án allra hitaeininga! Þessi unaðslega meðferð er sérstaklega hönnuð fyrir gesti Aqua Spa. Notaður er 100% hreinn súkkulaðimassi auk sérvalinna krema og olía. Súkkulaði er einstaklega ríkt af andoxunarefnum og er sérlega gott fyrir húðina. Þú verður ekta súkkulaðimoli. Árangur: Sjáanlegur munur er á húðinni sem verður bæði jafnari og fallegri.
BÓKA MEÐFERÐAndlits-og bakmeðferð
Lyftandi og endurnærandi andlits- og bakmeðferð þar sem unnið er með Laugar Spa serum, maska, krem og olíu ásamt ,,Lava” steinum. Bak, andlit og höfuð er nuddað með höndum og steinum sem baðaðir hafa verið í orku náttúru Íslands. Árangur: Stórkostleg lyftandi meðferð sem vinnur gegn öldrun.
BÓKA MEÐFERÐMurad öflug ávaxtasýrumeðferð
Öflug ávaxtasýrumeðferð fyrir þær sem hafa lítinn tíma en vilja sjá árangur strax. Meðferðin felur í sér yfirborðshreinsun, djúphreinsun og sýrumaska. Árangur: Sjáanlegur munur verður strax. Húðin verður þéttari og fær fallegan ljóma.
BÓKA MEÐFERÐLaugar Spa Glow
Andlitsmeðferð sem gefur húðinni einstakan ljóma og frískleika. Hreinsun og nudd með sérblönduðum öflugum skrúbbmaska sem inniheldur C, E og A vítamín ásamt lífrænum olíum sem gefur hinn fullkomna ljóma.
BÓKA MEÐFERÐDömudekur
Dömudekur er tilvalið fyrir árshátíð eða önnur tækifæri þar sem þú vilt skarta þínu fegursta. Innifalið er Lúxus Laugar Spa andlitsbað sem er sérsniðið að þínum þörfum. Paraffín maski fyrir hendur sem gerir þær silkimjúkar. Litun og plokkun fyrir augnhár og augabrúnir.
BÓKA MEÐFERÐHúðhreinsun
Húðin er yfirborðshreinsuð og svo djúphreinsuð. Kreistun, hreinsandi og róandi maski borinn á húðina og síðan borið á andlitskrem.
BÓKA MEÐFERÐHúðhreinsun - 16 ára og yngri
Húðin er yfirborðshreinsuð og svo djúphreinsuð. Kreistun, hreinsandi og róandi maski borinn á húðina og síðan borið á andlitskrem.
BÓKA MEÐFERÐVinsælt í vefverslun
OPnunartímar / opening hours
Afgreiðslutími snyrti- og nuddstofu /
Opening hours Beauty and Spa Center
Mán: 09:00 - 17:00
Þri: 09:00-18:00
Mið-Föst: 09:00 - 19:00
Lau: 10:00 - 16:00
Sími/Tel: +354 533 1177
BETRI STOFAN / SPA:
Mán - Fös: 06:00 - 23:00
Lau: 08:00 - 21:30
Sun: 08:00 - 21:30
Laugar Café eldhús / Kitchen:
Mán - Fös: 11:30 - 14:00, 15:00 - 20:00
Lau: 11:30 - 20:00
Sun: Lokað/Closed
Sími/Tel: +354 585 2203
Bókunarskilmálar / Booking disclaimer
Bókunarskilmálar: Kæru viðskiptavinir vinsamlegast athugið að afbókanir verða að berast 24 tímum fyrir bókaðan tíma á laugarspa@laugarspa.is. Að öðrum kosti áskilur Laugar Spa sér rétt til að innheimta 50% af verði meðferða. Við bókanir þarf að gefa upp kreditkortanúmer, eða millifæra 50% af verði meðferðar á reikning okkar. Athugið að einungis er um tryggingu að ræða.
Booking disclaimer: Dear customers please note that cancellations must be received 24 hours before the booking at laugarspa@laugarspa.is. Alternatively Laugar Spa reserves the right to charge 50% of the price of treatments. When a booking is made please have credit card informations in hand. Please note this is only to secure your booking.
Laugar Café
Á Laugar Café er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð ásamt fjölbreyttu úrvali léttra heilsurétta, samloka og drykkja allan daginn.
Til dæmis má nefna Booztbarinn þar sem finna má mikið úrval af skyr- og próteindrykkjum ásamt safa gerðum úr ferskum ávöxtum og grænmeti.
Opnunartímar eldhús / Kitchen opening hours
Mán - Fös: 11:30 - 14:00, 15:00 - 20:00
Lau: 11:30 - 20:00
Sun: Lokað / Closed
Upplýsingar um Betri stofu Lauga
Laugar Spa er glæsileg fyrsta flokks heilsulind með Betri stofu að evrópskri fyrirmynd þar sem slökunar- og lækningamáttur vatnsins er í hávegum hafður. Þegar inn í Betri stofuna er komið tekur við nýr heimur, sniðinn til að endurnæra líkama og sál. Samspil vatns, listar og hönnunar skipa þar veigamikið hlutverk.
ATH. Aldurstakmark í Betri stofuna er 18 ár.
Einnig er gott að taka með sér lás, en við leigjum þá einnig.