• Laugar Cafe banner

Laugar Café

Á Laugarcafé er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð ásamt fjölbreyttu úrvali léttra heilsurétta, samloka og drykkja allan daginn.  Til dæmis má nefna Booztbarinn þar sem mikið úrval af skyr og próteindrykkjum ásamt safa gerðan úr ferskum ávöxtum og grænmeti.
Við bjóðum upp á rétt dagsins alla virka daga ásamt súpu.  Áhersla er lögð á fersk hráefni og hóflegt verð.

Tilvalið er fyrir fyrirtæki og aðra hópa að koma í Laugar og njóta matar og drykkjar á Laugar Café. Nýta sér fundaraðstöðu okkar og veislusal á 2. hæð eða skella sér í baðstofuna og borða saman í veitingasal okkar þar. Fjölbreyttur mat- og vínseðill er í boði, einnig setjum við saman hópmatseðla fyrir þá sem vilja.

Laugar Café er umfram allt aðgengilegur staður sem er öllum opinn og tilvalið er að koma þar við eftir gönguferð í Laugardalnum, góðan sundsprett, átök í heilsuræktinni og eða notalega stund í Baðstofunni eða Laugar Spa.

Við leggjum okkur fram við að geta þjónað öllum, hvort sem þú vilt grípa með þér bita eftir æfingu eða verja góðum tíma með okkur.

Verið ávallt velkomin.

Maðseðill BaðstofuNæstu tímar