- Þór er meðlimur í alþjóðlegu jógakennarasamtökunum Yoga Alliance og er með 500 tíma jógakennararéttindi (RYT500). Hann er á loka metrunum að innsigla hin alþjóðlegu E-RYT200 réttindi (og E-RYT500) hjá Yoga Alliance en svokölluð E-réttindi öðlast enginn nema sýna fram á og sanna að hann búi yfir ákveðinni reynslu við kennslu og dýpri iðkun á yoga.

- Grunnnámið (RYT200) tók hann hjá Ananda Marga Yoga Teacher Training (tantric-yoga) og framhaldsnámið (RYT500) tók hann í Indlandi hjá Ayur Yoga Ego Ashram skólanum (hatha-yoga). Báðir skólarnir eru viðurkenndir og vottaðir af hinum alþjóðlegu jógakennarasamtökunum - Yoga Alliance.

- Þór er einnig í persónulegri kennslu hjá jógamunkum úr Ananda Marga jógahreyfingunni þar sem megin áherslan er lögð á andlegu hlið jóga iðkunarinna, eins og hugleiðslu og karmískan lífsstíl.

- Hefur góða þekkingu á núvitundarfræðunum (mindfulness) og m.a. tekið grunnnàmskeið hjà vottuðum fagaðilum í þeim.

- Þá hefur Þór sótt sér kennsluréttindi à framhalds- og grunnskólastigi og er lærður íslenskukennari frá Háskóla Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Einkatímar / litlir hópar

 1. Fyrir þá sem þurfa að ná upp krafti aftur eða styrkja sérstök svæði í líkamanum eftir t.d. àralangar kyrrsetur, barnsburð, slys eða önnur áföll.
  Sett er saman sérsniðið asanas æfingaprógram út frá persónulegum þörfum iðkandans. Sérstaklega hentugt fyrir þá sem þurfa að styrkja ákveðna hluta líkamans.
  Ath. eingöngu fyrir þà sem eru að styrkja sig eftir meiðsl - ekki þá sem ennþá eru meiddir.
  Eingöngu einkakennsla.
  Alls 4+ skipti, klukkutími í senn eða eftir samkomulagi - (+ greiningarfundur að kostnaðarlausu).
  Tímasetningar og staðsetningar eftir samkomulagi. 
  Verð: frá 39.900.-

 2. Fyrir byrjendur í jóga, þá sérstaklega hot jóga, eða þá sem vilja styrkja sig í flæðinu og stöðunum eins og unnið er með þær í hóptímum.
  Farið er dýpra inn í hverja stöðu og einstaklingum hjálpað að undirbúa sig fyrir að hvíla betur í stöðum í hóptímunum hans í Hot Yoga í World Class. Sólarhyllingarnar (Surya Namaskar) eru teknar sérstaklega fyrir.
  Max 8-10 einstaklingar.
  2x í viku í 60 mínútur - alls 8 skipti.
  Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:15-20:15 (eða 20:30-21:30) í Laugum.
  Verð: 14.900.-

 3. Fyrir þá sem vilja fara vel út fyrir þægindarammann. Stöður á hvolfi og miðlungserfiðar/framhaldsstöður (Inversions and intermediate/advanced asanas). Einkaþjálfun fyrir þá sem eru komnir lengra í asanas-jógaiðkuninni og vilja fá dýpri þekkingu og kunnáttu inn í stöður á borð við höfuðstöðuna, handstöðuna og sporðdrekann.
  Max 10-12 einstaklingar.
  Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:30-21:30 (eða 19:15-20:15) í Laugum.
  Verð: 14.900.-

 ​

Þjálfar í:

 • Laugum
 • Smáralind

Addaðu þér í facebook grúppuna mína